Fréttir og tilkynningar

20.01.2017 17:41

Topp fimm í hverjum flokki til Íslensku vefverðlaunanna 2016

Dómnefnd Íslensku Vefverðlaunanna hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú valið efstu fimm vefverkefni í hverjum flokki. Við óskum þeim sem komust áfram innilega til hamingju og þökkum einnig þeim sem komust ekki áfram fyrir að taka þátt. Valið var erfitt enda að vanda voru mörg góð verkefni sem tóku þátt.

Topp 5 í hverjum flokki má finna á :

https://www.vefverdlaun.is/tilnefningar.html

Nánar...

19.01.2017 20:46

Frábært tilboð á miðum á IceWeb ráðstefnuna

Frábært tilboð á miðum á IceWeb ráðstefnuna

Okkar markmið er að fá sem flesta til að mæta á IceWeb ráðstefnuna enda um metnarfullan og áhugaverðan viðburð að ræða.

Í tilefni af því hefur SVEF ákveðið að bjóða eftirfarandi:

1. Þeir sem kaupa miða á ráðstefnuna fyrir lok þriðjudags 24.janúar fá miðann á félaga verði, miðinn kostar þá 42.000 í staðinn fyrir 56.000

2. Þeir sem kaupa miða á Workshop fá miða á ráðstefnuna með 40% afslætti. Miðinn kostar þá eingöngu 25.200 kr.

3. Nemar fá miða á ráðstefnuna einnig með 40% afslætti, með því að nota afsláttarkóðann ICEWEBNEMAR

 

 

Nánar...

19.01.2017 10:45

Áríðandi tilkynning frá formanni SVEF

Kæru SVEF félagar og aðrir sem starfa í vefiðnaðinum,

Síðastliðinn 12 ár hefur SVEF unnið hörðum höndum við að efla vefiðnaðinn og auka hróður hans og þurfum við nú á aðstoð ykkar að halda!

Nánar...

18.01.2017 23:47

Val fólksins! Nú er komið að ykkur kæru vefunnarar.

Val fólksins! Nú er komið að ykkur kæru vefunnarar.

Íslensku vefverðlaunin verða haldin við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu þann 27.janúar næstkomandi.

Í ár er bryddað upp á þeirri nýbreytni að leita til félaga og fagfólks í vefbransanum með tilnefningar til sérstakra viðurkenninga fyrir vel unnin störf á seinasta ári. Kíkið á og kjósið!

Nánar...

16.01.2017 13:50

IceWeb 2017

IceWeb 2017

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu. Þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál er ein stærsta ráðstefna ársins um tækni og vefmál. Dagskráin er glæsileg og að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um. Fagfólk í vefiðnaðinum ætti ekki að láta þetta framhjá sér fara. Tryggið ykkur miða!

Nánar...

10.01.2017 20:48

Frestur innsendinga til Íslensku vefverðlaunanna framlengdur um tvo daga!

Frestur innsendinga til Íslensku vefverðlaunanna framlengdur um tvo daga!

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að framlengja frestinn fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna og er hann nú til og með 12.janúar!

Nánar...

26.12.2016 20:02

Miðasala hafin á IceWeb

Miðasala hafin á IceWeb

Miðasala er hafin á IceWeb 2017, ráðstefnan verður í Hörpu þann 27.janúar nk. Félagar í SVEF fá ríflegan afslátt bæði á ráðstefnuna sjálfa og á workshopin sem haldin verða þann 26.janúar 2017. http://svef.is/vidburdir/iceweb2017/

Boðið verður upp á gríðarlega flottan og fjölhæfan hóp fyrirlesara sem munu fjalla um UX, vefforitun, aðgengismál, user journey mapping, hönnun o.fl.

Þetta er ráðstefna sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Nánar...

27.12.2016 12:41

Opið fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna 2016!

Opið fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna 2016!

Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna 2016!
Hægt verður að senda inn verkefni frá og með 20.des og til og með 10.janúar 2017.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og eru haldin með það að markmiði að verðlauna fyrirtæki og einstaklinga sem hafa skarað fram úr í vefiðnaðinum hér á landi.
Íslensku vefverðlaunin verða haldin í Hörpunni þann 27.janúar 2017.

Senda inn vef til Íslensku vefverðlaunanna 2016.

 

Nánar...

15.12.2016 01:02

SVEF tríó - Verkefnastjórinn þann 19.desember á Nauthóli.

SVEF tríó - Verkefnastjórinn þann 19.desember á Nauthóli.

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins sem miðar að því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem að fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.
Þessi síðasti fundur af þremur mun fjalla um Verkefnastjórann og verkefni hans. Miðasölu má nálgast á https://nvite.com/sveftrio/f173

Nokkrir frambærilegir verkefnastjórar úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn verkefnastjóri eða sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
11:45 Sigurhanna Kristinsdóttir-Kolibri "Verkefnastjórinn-einfarinn"

Nánar...

14.12.2016 00:56

Íslensku vefverðlaunin 2016

Íslensku vefverðlaunin 2016

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins og eru haldin með það að markmiði að verðlauna fyrirtæki og einstaklinga sem hafa skarað fram úr við gerð efnis fyrir vef og stafræna miðla.

Verðlaunin verða með glæsilegasta móti og verður ráðstefnan IceWeb haldin sama dag þann 27.janúar 2017. Nú í ár eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin í fyrsta skipti á Íslandi.

Takið daginn og kvöldið frá!

Nánar...

20.12.2016 00:54

Opið fyrir tillögur í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2016

Opið er nú fyrir tillögur í dómnefndina og við hvetjum ykkur til þess að hafa áhrif og senda inn nöfn þeirra aðila sem myndu vinna verkið vel að ykkar mati.

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna samanstendur hverju sinni af fagaðilum úr vef geiranum sem koma úr ólíkum áttum innan hans og hafa með sér þekkingu og reynslu sem nýtist til þess að velja verðlaunavefi ársins 2016!

Sendu inn tillögur í dómnefnd fyrir Íslensku vefverðlaunin 2016!

Nánar...

04.12.2016 23:36

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu en nú eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin fyrst á Íslandi. Að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um.

Nánar...

02.12.2016 00:02

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

Sýnd verður vönduð heimildarmynd frá Invision-Design Disruptors. Myndin segir frá því hvernig mikilvægi nútímahönnunar hefur aukist og veitir magnaða innsýn í aðferðafræði og vinnuflæði nokkurra þekktustu hönnuða heims á sviði stafrænnar hönnunar.

Happy hour á barnum og frábær jólastemning.
Sérstakar þakkir fær UENO fyrir veittan stuðning við SVEF bíó!

Skráning og miðakaup á: https://nvite.com/DesignDisruptors/c207

Nánar...

20.11.2016 21:44

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Spennandi dagskrá liggur fyrir á SVEF tríó Forritarans næsta þriðjudag. Þrír valinkunnir forritarar halda erindi.

Eva Dögg Steingrímsdóttir forritari hjá OZ mun fjalla um hvernig React og React Native hafa nýst í verkefnum síðustu missera.

Már Örlygsson forritari hjá Hugsmiðjunni ætlar að ræða CSS frá ýmsum sjónarhornum og gefa okkur innsýn í hvernig hann hefur unnið með það í sínum verkefnum.

Arnar Páll Birgisson forritari hjá vefdeild Landsbankans tekur snúning á TypeScript sem sagt að sé gagnlegt hverjum forritara sem kýs að nota ofan á JavaScript.

Sem sagt áhugaverð og fróðleg dagskrá sem fagfólk í vefiðnaðinum á Íslandi ætti ekki að missa af.

Nánar...

01.11.2016 19:26

SVEF tríó, hádegisfundur þann 8.nóvember á Nauthóli.

SVEF tríó, hádegisfundur þann 8.nóvember á Nauthóli.

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins og hefur göngu sína þriðjudaginn 8.nóvember. Fyrirlestrarröðin miðar af því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem að fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.

Fyrsti fundur af þremur mun fjalla um hönnuðinn og verkefni hans.
Næstu fyrirlestrar munu taka fyrir Forritarann og Verkefnastjórann. Þrír sérfræðingar að sunnan munu halda erindi á hverjum fyrirlestrarfundi SVEF tríó. Um er að ræða hádegisviðburði þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Nánar...

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb