Stjórn SVEF starfsárið
2018 – 2019

Stjórn SVEF er kosin á aðalfundi og skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og fimm meðstjórnendum. Stjórnin ræður viðburðarstjóra og hefur eftirlit með störfum hans.

Einnig er hægt að skoða eldri stjórnir SVEF.

Anna Signý Guðbjörnsdóttir

Formaður stjórnar - UX Researcher, Kolibri

Hugmyndarík, skapandi og óþolinmóð tvíburamamma og eiginkona sem elskar sterkan mat, gott kaffi og að versla á netinu. Lifir og hrærist í vinnunni hjá Kolibri og hefur mikla ástríðu fyrir öllu tengt UX og nýjungum.

Arnór Bogason

Stjórnarmeðlimur - Vefhönnuður

Skapandi grínari með áhuga á flestu sem tengist miðlun upplýsinga og efnis. Notendamiðaður hönnuður með sterk tengsl við kóðann. Plötusnúður og kvikmyndaunnandi í frístundum.

Benedikt Valdez

Stjórnarmeðlimur - Vefforritari, Össur HQ

Pabbi, eiginmaður, skapari, vefforritari, tónlistarmaður og ljósmyndari. Skapa hluti hjá Össur og stend að JSConf Iceland.

Birgitta Ósk Rúnarsdóttir

Stjórnarmeðlimur - Verkefnastjóri, Sendiráðið

Glaðvær, algjör sælkeri sem er dugleg að ferðast og hreyfa sig. Nýtur þess að vinna með fólki og vera skapandi.

Daníel Rúnarsson

Stjórnarmeðlimur - Verkefnastjóri, Premis

Talnanörd sem kann einna best við sig djúpt sokkinn í stórt Excel skjal. Fær mesta ánægju í lífinu út úr því að skapa eitthvað nýtt og sjá aðra nota það í sínu daglega lífi. Mögulega eini félagsmaður SVEF sem drekkur ekki kaffi.

Ingunn Róbertsdóttir

Stjórnarmeðlimur - UI hönnuður, Kolibri

Rólyndis viðmótshönnuður með dass af forritunar þekkingu sem fýlar að ferðast, chilla í náttúrunni, syngja, teikna, taka myndir og að knúsa kisur.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!