fbpx

Af hverju SVEF?

Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.

SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.

Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, ráðgjafa, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv.

Hvað færðu út úr því að gerast meðlimur SVEF?

Félagsgjald SVEF er 14.900 krónur og er skráning öllum opin. Félagsgjaldinu er stillt í hóf enda er markmið SVEF ekki að skila hagnaði. Félagsjald nema er 7.900 krónur. Framvísa þarf skólaskírteini.

Félagsgjöldin eru m.a. notuð til þess að fjármagna íslensku vefverðlaunin, ráðstefnur og fræðslufundi ásamt tilfallandi kostnaði við rekstur samtakanna.

Með félagsaðild fær einstaklingur:

  • Sérkjör á IceWeb ráðstefnu SVEF (sparar 6.000 kr.)
  • Frítt á Íslensku vefverðlaunin (sparar 6.900 kr.)
  • Sérkjör á SVEF tríó (sparar 4.000 kr.)
  • Góða afslætti á aðra viðburði í gegnum árið hjá SVEF

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!