fbpx

Spurt og svarað

Hvernig skrái ég mig í SVEF?

Þú getur skráð þig hér á vefnum okkar með á www.svef.is/skraning

Hvernig skrái ég mig úr SVEF?

Leiðinlegt að þú skulir vilja skrá þig úr SVEF, en til að gera það er best að senda póst á [email protected]

Hvað kostar að vera í SVEF?

Félagsgjald SVEF skráning er öllum opin. Félagsgjaldinu er stillt í hóf enda er markmið SVEF ekki að skila hagnaði.

Fyrirtækjaskráning 99.000 kr.
- Allir starfsmenn skráðir í Svef
- 25% afsláttur á innsendingum
- 25% afsláttur á viðburðum

Einstaklingur 21.900 kr.
- Ekki afsláttur af innsendingum
- 25% afsláttur á viðburðum

Annað virði
- Samstarfsaðili - Vefsíða og verðlaunaafhending
- Forsala á viðburði
- Þáttaka i vísindaferðum

Hvenær var SVEF stofnað?

Á haustmánuðum 2005 hittist hópur vefara yfir bjór og ræddi nýjustu tækni og vísindi. Var þessi hópur sammála um að þörf væri á því að deila þekkingu innan vefbransans og var því ráðist í að stofna samtök þess efnis.

Hvað eru margir í SVEF?

Um það bil 300 manns.

Hvernig gerist ég styrktaraðili SVEF?

Sendu okkur línu hér í gegnum vefinn eða á Facebook síðunni okkar. Við bjóðum upp á marga möguleika til að styrkja við faglegt starf vefiðnaðarins á Íslandi og á sama tíma koma sér og sínu vörumerki á framfæri við mikilvægan markhóp.

Er einhver að vinna hjá SVEF?

Nei, ekki eins og er, en stjórn SVEF skipa 6 sjálfboðaliðar sem eru kjörnir í tvö ár í senn.

Hvernig býð ég mig fram í stjórn SVEF?

Í lok maí á hverjum ári auglýsum við aðalfund SVEF en þá getur hver sem er boðið sig fram til að vera með í stjórn SVEF. Að vera í stjórn er mjög gefandi og skemmtilegt, en þetta er krefjandi sjálfboðastarf, sérstaklega í kringum Vefverðlaunin og IceWeb.

Hvernig hef ég samband við SVEF?

Sendu okkur póst á [email protected] eða hafðu samband við okkur á Facebook. Bókhalds- og reikningsfyrirspurnir er best að senda á [email protected].

Hvað fæ ég út úr því að vera í SVEF?

Afslátt af öllum okkar viðburðum eins og IceWeb ráðstefnuna, Íslensku vefverðlaunin, SVEF tríó, bjórkvöld o.fl.

Fyrir árið 2019 þá eru afslættirnir svohljóðandi:
- Sérkjör á IceWeb ráðstefnu SVEF (sparar 6.000 kr.)
- Frítt á Íslensku vefverðlaunin (sparar 6.900 kr.)
- Sérkjör á SVEF tríó (sparar 4.000 kr.)
- Góða afslætti á aðra viðburði í gegnum árið hjá SVEF

Hvernig sendi ég inn verkefni til Íslensku vefverðlaunanna?

Þegar við opnum fyrir innsendingar til vefverðlaunanna, þá auglýsum við það vel og höfum opið í nokkrar vikur til að senda inn í gegnum ákveðið form.

Hverjir er í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna?

Vefakademían er á hverju ári skipuð einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum sem taka að sér að velja þá vefi sem hljóta íslensku vefverðlaunin. Dómnefndina skipa 7 aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins, auk varamanna.

Leitast er við að hafa hópinn sem breiðastan þannig að reynsla og þekking á ólíkum sviðum sé sem mest. Litið er sérstaklega til þekkingar á viðmóti, vefhönnun, markaðssetningu á netinu, forritun, vefumsjón, vefstjórnun, og fleiri þátta er lúta að störfum innan vefiðnaðarins.

Hvernig er að vera í dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna?

Dómnefndarstörf eru leynileg á meðan á þeim stendur, en dómnefnd starfar saman að dæma hvert einasta verkefni sem er sent inn og gefa því einkunn. Dómnefnd velur svo topp 5 í hverjum flokki sem og sigurvegara. Dómnefnd veitir þar að auki tvenn auka verðlaun fyrir vefi sem skara fram úr; Hönnun og viðmót sem og Vefur ársins

Er dómnefndin hlutlaus?

Mjög strangar reglur gilda um störf dómnefndar. Ef aðili í dómnefnd er tengdur vef/verkefni sem er tilnefnt til verðlauna, þá má sá hinn sami hvorki greiða atkvæði né taka þátt í umræðum þeirra flokka er vefurinn tengist. Sé dómari vanhæfur skal varamaður greiða atkvæði og taka þátt í umræðum þeirra flokka.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!