fbpx

Verðlaunahafar 2023

Verkefni ársins

Lyfja Appið

lyfja.is

Framleiðendur: Vettvangur, Apparatus og Lyfja

Umsögn dómnefndar:

Verkefni ársins er stílhrein lausn sem tekur vel utan um allt ferlið og leiðir notendur í gegnum alla hluta fjölbreytts þjónustuframboðs. Metnaðarfullt verkefni sem gefur frábært fordæmi hvernig tæknileg lausn getur auðveldað aðgengi fólks að nauðsynlegri þjónustu sem flestir þurfa að nýta sér einhvern tímann á lífsleiðinni.

 

Hönnun og viðmót

14 Islands

14islands.com

Framleiðendur: 14 Islands

Umsögn dómnefndar:

Sigurvegari ársins fyrir hönnun og viðmót sýnir vel hversu öflug og fjölbreytt nútíma veftækni er orðin og hvað er hægt að gera margt skemmtilegt með henni. Frábær vefur þar sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur og sköpunarkrafturinn skín í gegn.

Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)

14 Islands
14islands.com
Framleiðandi: 14 Islands

Umsögn dómnefndar:

Vönduð hönnun og fáguð umgjörð einkennir þennan vef. Nostrað hefur verið við hvert smáatriði í hönnun og kvikun og útkoman er bæði áhugaverð og notendavæn. Vefnum tekst einkar vel til að koma notandanum á óvart með fallegum síðuflettingum og litlum gleðimolum.

Upphlaupari

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Fly Fishing Agency https://www.flyfishing.agency/
  • Framleiðendur: Jökulá
  • Hjúkrun – Félag íslenskra hjúkrunarfræðing https://www.hjukrun.is/
  • Framleiðendur: Hugsmiðjan og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

 

Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)

Ný vefsíða juni.is
juni.is
Framleiðandi: Júní

Umsögn dómnefndar:

Líflegur og flottur vefur sem gaman er að vafra um. Grípandi myndefni og flott framsetning á efni vefsins gerir upplifunina ánægjulega og kemur skemmtilega á óvart.

Upphlaupari

  • Íslandsstofa https://www.islandsstofa.is/
  • Framleiðendur: Íslandsstofa + Júní

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Kerlingarfjöll – Highlandbase https://highlandbase.is/
  • Framleiðendur: Kerlingarfjöll – Highlandbase  Bláa Lónið og Aranja

 

Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)

Vefur Efla Engineers

efla-engineers.com
Framleiðandi: Efla & Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn er virkilega vandaður og tekst vel til að fjalla um flókin og oft á tíðum þurr viðfangsefni á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Þéttur, vel skipulagður en umfram allt stílhreinn og fallegur vefur sem gaman er að vafra um og skoða.

Upphlaupari


Aðrar tilnefningar í sama flokki: 

 

Markaðsvefur ársins

Önnu Jónusson – The Radio won´t let me sleep
onnujonuson.com
Framleiðandi: Aristide Benoist, Robbin Cenijn, Haraldur Þorleifsson

Umsögn dómnefndar:

Markaðsvefur ársins er listasmíð hvað hönnun og útfærslu snertir sem er sannarlega viðeigandi fyrir efni vefsins sem fær að njóta sín. Vefurinn er í senn eftirminnilegur og heillandi og býður notendum inn í heim upplifunar. 

Upphlaupari:

  • Uppá bak  https://www.uppabak.is
  • Framleiðendur: Jökulá – Einar Ben/Bien – Ari Hlynur Yates/TeiknAri – Samgöngustofa – VÍS

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Vörumerkjahandbók fyrir heildrænt útlit Keflavíkurflugvallar – KEF Airport https://dna.kefairport.is/
  • Framleiðendur: Brandenburg, Arnar Ólafs, Hugsmiðjan og Isavia
  • Netgíró – www.netgiro.is https://www.netgiro.is/
  • Framleiðendur: Vettvangur & Maurar hönnunarstúdíó

 

Efnis- og fréttaveita

Annar áfangi bhm.is

bhm.is
Framleiðandi: BHM og Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn, sem er ansi efnismikill, er vel skipulagður og afar þægilegur til leitar og almennar vöfrunar. Uppsetning og hönnun er stílhrein og falleg og vefurinn sinnir sínu hlutverki sem upplýsingaveitandi afar vel.

Upphlaupari

  • Vörumerkjahandbók fyrir heildrænt útlit Keflavíkurflugvallar – KEF Airport https://dna.kefairport.is/
  • Framleiðendur: Brandenburg, Arnar Ólafs, Hugsmiðjan og Isavia

Aðrar tilnefningar í sama flokki:  

  • Upplýsingavefur fyrir Vatnajökulsþjóðgarð https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/
  • Framleiðendur: Hugsmiðjan og Vatnajökulsþjóðgarður
  • Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Center https://www.icelandicartcenter.is/
  • Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio
  • Ísland.is https://island.is/
  • Framleiðendur;: Stefna og Júní fyrir Stafrænt Ísland

Söluvefur ársins

Vefsala Bláa Lónsins
bluelagoon.com
Framleiðandi: Bláa Lónið

Umsögn dómnefndar:

Þægilegt og skýrt sölu- og bókunarferli þar sem hvert skref nýtur sín til fulls og aðalatriðin hverju sinni eiga sviðið. Hönnun, frágangur og framsetning efnis til algjörrar fyrirmyndar og bókunarvélin ber þess merki að nostrað hafi verið við hvert smáatriði.

Upphlaupari

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Ný bókunarvél Sky Lagoon https://www.skylagoon.com/booking/
  • Framleiðendur: E-Cubed, Kolibri, Datera, Brandenburg, Pursuit Collections og Sky Lagoon.
  • Vefverslun elko.is https://elko.is/

Framleiðendur: ELKO, Festi og Reon

  • Fly Fishing Agency https://www.flyfishing.agency/
  • Framleiðendur: Jökulá

 

Stafræn lausn ársins

Lyfja Appið
lyfja.is
Framleiðandi: Apparatus, Vettvangur og Lyfja

Umsögn dómnefndar:

Nýlega uppfærð útgáfa lausnarinnar er virkilega vel heppnuð. Skipulag og högun á flokkun og leit er alveg til fyrirmyndir. Einstakt þjónustuframboð gerir sitt til að það hljóti sigur í þessum sterka og fjölbreytta flokki stafrænna lausna.

Upphlaupari 

Aðrar tilnefningar í sama flokki: 

  • Nýr vefur og bókunarvél Sky Lagoon https://www.skylagoon.com
  • Framleiðendur: E-Cubed, Kolibri, Datera, Brandenburg, Pursuit Collections og Sky Lagoon 

 

Opinber vefur ársins

Myndlistarmiðstöð / Icelandic Art Center 
icelandicartcenter.is
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Myndlistarmiðstöð og Studio Studio

Umsögn dómnefndar:

Skapandi hönnun einkennir þennan vef sem endurspeglar viðfangsefnið vel. Fallegur og nútímalegur vefur sem skapar heildstæða og grípandi upplifun fyrir notandann og auðvelt og ánægjulegt er að leita og flakka um.

Upphlaupari

Aðrar tilnefningar í sama flokki

 

App ársins

NOONA
Noona appið
Framleiðendur: Noona Labs

Umsögn dómnefndar:

Appið er einfalt, létt og hraðvirkt og býður upp á saumlausa upplifun notenda sem nýta sér þjónustu þess. Þó að appið sé ekki nýgræðingur á markaðnum sést að það er í stöðugri þróun þar sem nýir eiginleikar og betrumbætur líta reglulega dagsins ljós.

Upphlaupari

  • Nova appið
  • Framleiðendur: Nova ehf, Aranja og Jökulá

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Landsbanka appið
  • Framleiðendur: Landsbankinn hf.
  • Íslandsbanka appið
  • Framleiðendur: Íslandsbanki og Hugsmiðjan
  • Ísland.is appið 
  • Framleiðendur: Aranja, Enum og Júní fyrir Stafrænt Ísland

Samfélagsvefur ársins

Umferðin.is
umferdin.is
Framleiðandi: Kolofon, Greipur Gíslason & Vegagerðin

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn sinnir gríðarlega mikilvægu samfélagslegu hlutverki og gerir það sérlega vel. Hann er í stöðugri þróun og eru flóknar upplýsingar settar fram á skýran og kjarngóðan hátt. Það skín í gegn að hér hefur verið vandað til verks.

Upphlaupari

Aðrar tilnefningar í sama flokki

  • Hjúkrun – Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga https://www.hjukrun.is/
  • Framleiðendur: Hugsmiðjan og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Stafræn stæðiskort https://island.is/p-merki-staediskort
  • Framleiðendur: Júní Digital fyrir Stafrænt Ísland

 

Gæluverkefni ársins

alexharri.com
Framleiðandi: Alex Harri

Umsögn dómnefndar:

Íburðarlaus en smekklegur vefur með sérlega vönduðu efni og flottri framsetningu.

 

Heiðursverðlaun ársins

Magga Dóra
Stafrænn hönnunarleiðtogi hjá Mennsk Ráðgjöf.

 

 

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!