fbpx

IceWeb 2020

TILKYNNING VEGNA ICEWEB 2020

Stjórn SVEF hefur tekið þá ákvörðun að fresta ráðstefnunni IceWeb 2020 sem fara átti fram föstudaginn 13. mars næstkomandi.

Ákvörðunin er tekin í framhaldi af því að annar aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Pablo Stanley, hefur ákveðið að ferðast ekki til Íslands vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Einnig hafa aðrir erlendir fyrirlesarar verið að endurskoða afstöðu sína til ferðalaga.

Unnið er að því að finna ráðstefnunni nýja dagsetningu í lok september eða byrjun október. Þau sem hafa nú þegar tryggt sér miða geta að sjálfsögðu fengið hann endurgreiddan eða haldið miðanum og nýtt hann síðar á árinu. Vinsamlegast hafið samband við [email protected] vegna endurgreiðslna.

Ekki stendur til að breyta neinu um dagskrá Íslensku vefverðlaunanna sem fara fram sama kvöld, föstudaginn 13. mars nk., en við munum þó að sjálfsögðu fylgjast með þróun mála í samfélaginu og bregðast við í takt við það.

Við skorum á sem flesta að tryggja sér miða á Vefverðlaunin sem fyrst – í fyrra komust færri að en vildu. Miðasala er í fullum gangi hér: https://tix.is/is/event/9838


IceWeb ráðstefnan verður haldin föstudaginn 13. mars 2020 frá kl. 12-16 á Hilton Reykjavík Nordica. Við hvetjum alla unnendur vefmála sem ætla að mæta á #iceweb2020 til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna.

Aðalfyrirlesarar IceWeb 2020 verða þau Ingrid Haug og Pablo Stanley.

Ingrid er einn stofnenda hinnar þekktu hönnunar-ráðstefnu Design Matters í Kaupmannahöfn auk þess að vera stofnandi Usable Machine sem er hönnunarstúdíó með fókus á notendaupplifun (UX). Þegar Ingrid er ekki upptekin við að skipuleggja Design Matters sækist hún eftir að vinna við skapandi og ögrandi hönnunar verkefni með það að markmiði að gera tæknina fallegri og notendavænni.

Pablo er viðmótshönnuður og teiknari frá Mexíkó en búsettur í San Francisco. Honum hefur tekist á frábæran máta að tengja saman fallegar teikningar og viðmótshönnun. Hann er yfirhönnuður hjá InVision auk þess að vera einn af stofnendum Carbon Health og að halda úti Latinx Who Design samfélaginu sem kemur Latinx hönnuðum á framfæri.

Aðrir fyrirlesarar

Edda Jónsdóttir, teymisstjóri hugbúnaðarþróunar hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar

Erla María Árnadóttir, hönnuður hjá Studio Erla & Jónas

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Hjörtur Hilmarsson, framkvæmdastjóri 14islands í Stokkhólmi

Stein Erik Skotkjerra, sérfræðingur í stafrænu aðgengi allra

Tinna Þuríður Sigurðardóttir, rannsakandi hjá Cyren

Fundarstjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir hjá Veitum

Ingrid Haug
Pablo Stanley

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!