Sigurvegarar Íslensku vefverðlaunanna 2019
Íslensku vefverðlaunin voru tilkynnt í vefútsendingu á dögunum og nú er hægt að sjá lista yfir verðlaunahafa og tilnefningar.
„Vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.“
Flokkar Íslensku vefverðlaunanna
Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2019 voru veitt í 12 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.
Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
Markaðsvefur ársins
Söluvefur ársins
Opinberi vefur ársins
Vefkerfi ársins
Stafræn lausn ársins
Tæknileg úrlausn ársins
App ársins
Samfélagsvefur ársins
Gæluverkefni ársins
Dómnefnd veitti þar að auki þrennar viðurkenningar fyrir vefi sem skara fram úr:
Hönnun og viðmót
Vefur ársins
Sérstök viðurkenning dómnefndar:
Kyndilberar í stafrænni vegferð
Styrktaraðilar SVEF
SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!