fbpx

Verðlaunahafar 2022

Verkefni ársins

Lyfja appið

grid.is
Framleiðendur: GRID

Umsögn dómnefndar:

Verkefni ársins fær fullt hús stiga enda frábærlega einföld en í senn flókin lausn sem skapar mikið virði fyrir notendur. Að gæða jafn þurrt viðfangsefni jafn miklu lífi er ekki bara vottur um mikið hugvit heldur er nálgunin á verkefninu að öllu leyti ljúf, mannleg og aðgengileg.

 

Hönnun og viðmót

Indó sparisjóður
indo.is

Framleiðendur: Indó sparisjóður

Umsögn dómnefndar:

Skemmtileg hönnun, mannleg nálgun og vinalegt viðmót einkennir lausnina sem hlýtur verðlaunin fyrir Hönnun og viðmót í ár. Svona fallegan einfaldleika er kúnst að skapa og lausnin er kórónan á annars fersku og mannlegu vörumerki.


 

Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)

 

Sweeply
getsweeply.com
Framleiðandi: Sweeply, Jónfrí og Co. & Aranja

Umsögn dómnefndar:

Frískandi andblær svífur yfir þessum metnaðarfulla vef. Útgáfa fyrir farsíma er sérstaklega vel heppnuð og heillaði dómnefnd. Hér er augljóst að fagfólk hefur fengið að ráða ferðinni og fengið að taka verkefnið alla leið, enda stenst vefur þessa litla fyritækis fyllilega alþjóðlegan samanburð.

Abler Framleiðendur: Kolibri

TeamOS Framleiðendur: Outcome & Aranja

Dropi.com Framleiðendur: Vettvangur

Vefur GeoSalmo Framleiðendur: Jökulá

 

Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)

Ný vefsíða jokula.is
jokula.is
Framleiðandi: Jökulá

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn styður vel við vörumerki fyrirtækisins með hreyfingu og myndefni. Einnig gerir skapandi hönnun hans notendaupplifunina bæði skemmtilega og áhugaverða. Virkilega flottur vefur sem gaman og auðvelt er að nota.

GRID.is – ytri vefur** Framleiðendur: Metall & Aranja

Dropp Framleiðendur: Aranja

Truenorth – Nýr vefur fyrir alþjóðlegan markað Framleiðendur: Truenorth & Hugsmiðjan

Ytri vefur BHM – Bandalags háskólamanna Framleiðendur: Hugsmiðjan & BHM

 

Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)

Vefur Íslandsbanka
Framleiðandi: Íslandsbanki & Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn er þægilegur í notkun og útskýrir flókið viðfangsefni á einfaldann hátt. Framúrstefnuleg hönnun sem hefur tekið góðum og markvissum ítrunum undanfarin ár gera vefinn að klassískum en traustum vef. Hönnuður sækja oft innblástur í þennan vef og framsetninguna á honum, enda á vefurinn verðlaunin fyllilega skilið.

Dominos.is Framleiðendur: Vettvangur

Vefur Landsbankans Framleiðendur: Landsbankinn

EVE Online Framleiðendur: CCP ehf.

Landsvirkjun.is Framleiðendur: Landsvirkjun, Hugsmiðjan & Arnar Ólafsson

 

Markaðsvefur ársins

Truenorth – Nýr vefur fyrir alþjóðlegan markað
truenorth.is
Framleiðandi: Truenorth & Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Vefur sem fangar athyglina og skapar heildstæða og grípandi upplifun fyrir notandann. Efnið á vefnum er einstakt og heillandi, og heimsókn á þennan vef er afar eftirminnileg. Hér fara skapandi greinar og erlend viðskipti í eina sæng saman. 

Abler Framleiðendur: Kolibri

Árið okkar hjá Jökulá Framleiðendur: Jökulá

OutHorse Your Email Framleiðendur: Júní, Peel & SS+K

Nýr vefur fyrir Smart #1 snjallan fjórhjóladrifinn rafbíl Framleiðendur: Hugsmiðjan & Askja

Vörumerkjahandbók Landsvirkjunar
Framleiðandi: Kolofon og Arnar Ólafsson

 

Efnis- og fréttaveita

Ofbeldisgátt á 112.is

112.is
Framleiðandi: Mennsk ráðgjöf, Hugsmiðjan, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn

Umsögn dómnefndar:

Efni vefsins er borið fram á margvíslegan máta sem gerir það að verkum að vefurinn heldur áhuga notandans og allir samfélagshópar geta nálgast upplýsingarnar á sinn hátt. Uppsetning og hönnun vefsins er smekkleg en ekki síður áhrifamikil. Það er augljóst að sett var áhersla á góða upplifun notenda.

 

Ytri vefur BHM – Bandalags háskólamanna Framleiðendur:

Nýr vefur fyrir uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli

Framleiðendur: Hugsmiðjan, AtonJL & Isavia

Nýr RÚV.is

Framleiðendur: Hugbúnaðarþróun RÚV

Sjálfbær ferðamennska í norðri – Góðar leiðir

Framleiðendur: Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs, Jónfrí & Co. & Leópold Kristjánsson

Söluvefur ársins

Vefsala TM
tm.is/kaupa
Framleiðandi: TM og Kolibri

Umsögn dómnefndar:

Frumkvöðull á sviði söluvefs á Íslandi má kalla vefinn sem tekur verðlaunin í ár. Vefurinn er skýr, einfaldur og skemmtilegur. Notendamiðuð textasmíð einkenna vefinn ásamt fallegum myndskreytingum sem endurspegla vörumerkið. Það er augljóst að þessi vefur hefur þroskast og dafnað frá því að hann var fyrst gefinn út og er virkilega vel viðhaldið.

Verna – Áskrift að öryggi Framleiðendur: Kodo

Dominos.is Framleiðendur: Vettvangur

GRID.is – ytri vefur** Framleiðendur: Metall & Aranja

ELKO vefverslun Framleiðendur: ELKO, Festi & REON

 

Stafræn lausn ársins

GRID
GRID.is
Framleiðandi: GRID

Umsögn dómnefndar:

Notendavænt viðmót og grípandi hönnun einkennir þessa lausn. Lausnin einfaldar flókið ferli fyrir notandann með fallegri og gagnvirkri framsetningu gagna. Einstaklega skemmtileg lausn sem mun auðvelda mörgum lífið.

indó sparisjóður Framleiðendur: indó sparisjóður

Stafræn umbreyting Lyfjastofnunar Framleiðendur: Hugsmiðjan & Lyfjastofnun

Vefsala TM Framleiðendur: TM & Kolibri

Réttarvörslugátt Framleiðendur: Dómsmálaráðuneytið, Kolibri & Stafrænt Ísland

 

Tæknilausn ársins

Innskráning fyrir alla
arionbanki.is/einstaklingar/sparnadur/vidbotarsparnadur/
Framleiðendur: Aranja, Fuglar & Stafrænt Ísland

Umsögn dómnefndar:

Fágaður einfaldleiki og þekkt mynstur í stafrænni hönnun einkenna þessa lausn. Öryggismál og persónuverndar sjónarmið eru í hávegum höfð á notendamiðaðann og virðisaukandi hátt.

Mínar síður Reykjavíkurborgar Framleiðendur: Þjónustu- og nýsköpunarsvið, Advania, Origo & SSI

indó sparisjóður Framleiðendur: indó sparisjóður

Umferðin.is Framleiðendur: Kolofon, Greipur Gíslason & Vegagerðin

GRID Framleiðendur: GRID

 

Opinber vefur ársins

Listasafn.is
listasafn.is
Framleiðendur: Kolibri & Greipur Gíslason

Umsögn dómnefndar:

Falleg minimalisk hönnun sem endurspeglar viðfangsefnið vel og leyfir efninu að vera í aðalhlutverki. Vefurinn gerir vel í að koma dagskrá á framfæri á einfaldan og skýran hátt og notendavæn leitarvélin sinnir upplýsingahlutverki sínu vel.

Ísland.is Framleiðendur: Stefna & Júní

Ofbeldisgátt á 112.is Framleiðendur: Mennsk ráðgjöf, Hugsmiðjan, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn

Mosfellsbær Framleiðendur: Kolofon

Nýr vefur Hafnafjarðarbæjar Framleiðendur: Hafnafjarðarbær, Metall Design Studio, Avista, Berglind Ósk & Kóral

 

Vefkerfi ársins

Mínar síður á Ísland.is
island.is/minar-sidur
Framleiðendur: Hugsmiðjan & Stafrænt Ísland

Umsögn dómnefndar:

Vefkerfi þurfa að vera aðgengileg, skýr og þjóna ákveðnum tilgangi. Þetta vefkerfi sem hlýtur verðlaun er vefkerfi sem tikkar í öll þessi box og meira til.

Umsóknarkerfi Ísland.is Framleiðendur: Norda, Júní & Stafrænt Ísland

GRID Framleiðendur: GRID

Innskráning fyrir alla Framleiðendur: Aranja, Fuglar & Stafrænt Ísland

Rafrænn fyrirtækjaráðgjafi Sjóvá Framleiðendur: Sjóvá

 

App ársins

indó sparisjóður
indo.is
Framleiðendur: indó sparisjóður

Umsögn dómnefndar:

Allt efni er vel úthugsað og skrifað á notendamiðaðann hátt. Appið er hraðvirkt og þægilegt í notkun, einfalt og hnitmiðað. Einstaklega skemmtileg lausn sem hefur tekið markaðinn með stormi.

Ísland.is appið

Framleiðendur: Aranja, Enum & Júní

Nova appið Framleiðendur: Nova, Jökulá & Aranja

Óskar Framleiðendur: Aranja

Verna – Áskrift að öryggi Framleiðendur: Verna

 

Samfélagsvefur ársins

Umferðin.is
umferdin.is
Framleiðandi: Kolofon, Greipur Gíslason & Vegagerðin

Umsögn dómnefndar:

Vefurinn er einstaklega smekklegur og grípur augað um leið. Einnig hefur hann rutt veginn fyrir notendur að upplýsingum sem eru verulega mikilvægar og hafa ekki verið áður eins aðgengilegar né jafn notendavænar eins og þær eru nú.

Ofbeldisgátt á 112.is Framleiðendur: Mennsk ráðgjöf, Hugsmiðjan, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn

Sjálfbær ferðamennska í norðri – Góðar leiðir

Framleiðendur: Miðstöð Hönnunar og Arkitektúrs, Jónfrí & Co. & Leópold Kristjánsson

Enskt vefsvæði Reykjavíkurborgar – EN

Framleiðendur: Vefdeild Reykjavíkurborgar, Hugsmiðjan & 1XINTERNET

Fjáröflunartorg Landsbjargar

Framleiðendur: Hugsmiðjan & Landsbjörg

 

Gæluverkefni ársins

Stærðfræði fyrir heiminn: 4=10
fourequalsten.app
Framleiðandi: Sveinn Steinarsson

Umsögn dómnefndar:

Þessi flokkur var mjög sterkur í ár, en lausnin sem hlýtur verðlaunin er algjörlega einstök. Mjög áhugaverð nálgun á eitthvað sem mörgum þykir krefjandi. Skemmtilega útfærð lausn sem dómnefnd skemmti sér við að prófa.

Gullplatan Framleiðendur: Ívar Björnsson, Jón Gabríel Lorange & Sigurbjörg Stefánsdóttir

frag.is Framleiðendur: Árni Bent Þráinsson & Eiríkur Jóhansson

Mia Magic, félagasamtök Framleiðendur: Þórunn Eva G. Pálsdóttir & Sæþór Orri Guðjónsson

FORMER Framleiðendur: FORMER ARKITEKTAR

 

Viðurkenning: Aðgengismál

Ofbeldisgátt á 112.is

112.is
Framleiðandi: Mennsk ráðgjöf, Hugsmiðjan, Berglind Ósk, Guðbjörg Guðmundsdóttir & Samsýn

Vefurinn sem fær aðgengisverðlaun að þessu sinni er afar vel að aðgengisverðlaunum SVEF kominn. Hönnun vefsins er í samræmi við alþjóðlega aðgengisstaðla, lógískt er að ferðast um vefinn og hann er laus við algengar hindranir. Einfalt er að ferðast um valmynd og hægt er að komast beint í aðalefni, sjá má að texti, hnappar, fontar og litir hafa verið valdir með hliðsjón af því að gera vefinn sem aðgengilegastan. Virkni í spjalli er einnig mjög góð.

 

 

 

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!