fbpx

Hvað gerir SVEF og hvernig byrjaði þetta allt saman?

SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.
Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv.

Á haustmánuðum 2005 hittist hópur vefara yfir bjór og ræddi nýjustu tækni og vísindi. Var þessi hópur sammála um að þörf væri á því að deila þekkingu innan vefbransans og var því ráðist í að stofna samtök þess efnis.

Stofnfundur var haldinn miðvikudaginn 14. desember 2005 í húsnæði Íslandsbanka við Kirkjusand. Um 40 aðilar innan vefiðnaðarins mættu á fundinn þar sem farið var yfir lög félagsins og þau samþykkt, auk þess sem kosin var fyrsta stjórn SVEF.

Fljótt var ráðist í að halda fyrstu IceWeb ráðstefnuna ásamt því að bjórkvöldin vinsælu voru sett á laggirnar. SVEF tók einnig við framkvæmd Íslensku vefverðlaunanna og sinnir þeim enn í dag.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!