fbpx

Aðalfundur Svef 2024

Aðalfundur SVEF, Samtaka Vefiðnaðarins, verður haldinn miðvikuaginn 22. maí kl. 16:30 í höfuðstöðvum Advania, Guðrúnartúni 10, 105 Reykjavík.

Stefnt er að því að ný stjórn taki við keflinu stuttu eftir aðalfund en mörg stór og spennandi verkefni liggja fyrir á starfsárinu 2024-2025. Meðal verkefna sem þarf að ráðast í eru: nýr vefur SVEF, nýtt dómarakerfi og endurskoðun fyrirkomulags við dómarastörf í kringum Íslensku vefverðlaunin, SVEF dagurinn og margt fleira.

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvattir til að gefa kost á sér með því að senda tölvupóst á [email protected]. Framboð þarf að berast eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

Vonumst til að sjá ykkur flest.