SVEF mun standa fyrir fjölbreyttri og spennandi dagskrá í vetur! Dagskrána má sjá hér
Við munum byrja veturinn á spennandi hádegisfundi (kl: 12 -13) þann 16. september nk. í Ægisgarði úti á Granda þar sem við skyggnumst á bak við tjöldin hjá þeim sem standa að nokkrum verðlaunavefjum frá síðasta ári.
ATH skráning fer fram á tix.is – Smelltu hér til að skrá þig.
Ísland.is var valinn opinber vefur ársins og fékk einnig viðurkenningu fyrir aðgengismál.
Linda Lyngmo ráðgjafi hjá Júní mun segja frá hvernig nýr vefur Ísland.is varð til.
Nýr vefur Ísland.is færir þjónustu ríkisins nær almenningi og mun Linda fjalla um hvernig þróunarferlið var og hvernig hönnun og hönnunarkerfi ýtti undir að hægt væri að mæta kröfum og væntingum hagaðila. Linda starfar hjá Júní sem er stafrænt þjónustufyrirtæki sem framleiðir vandaðar hugbúnaðarlausnir og hefur Linda sérhæft sig í strategískri ráðgjöf í stafrænni umbreytingu.
Vefur Neyðarlínunar var valin stafræn lausn ársins auk þess að hljóta aðal viðurkenningu vefverðlaunanna „Verkefni ársins!”
Birna Bryndís Þorkelsdóttir hönnunarstjóri, Elísabet Karlsdóttir markaðsráðgjafi og Ólafur Kjartansson tæknistjóri, öll frá Hugsmiðjunni munu segja frá hvernig nýr vefur Neyðarlínunnar varð til.
Frá upphafi var skilgreint markmið að vefurinn væri inngildandi (e. inclusive), að viðmótið væri laust við allt óþarfa áreiti og að halda hönnun þjónustumiðaðri til að notandinn fyndi alltaf viðeigandi lausn á sínum vanda.
Dominos appið var valið app ársins
Árdís Björk Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stokks Software mun fjalla um þróunarferli appsins.
Markmið appsins er að bæta þjónustu og upplifun stafrænnar sölu. Uppleggið var að leysa flókið vandamál á skilvirkan hátt með góðri notendaupplifun. Þá var þróuð aukavirkni til að bæta upplifun viðskiptavina á tímum Covid.
Fundurinn verður haldinn í Ægisgarði brugghúsi, Eyjarslóð 5, úti á Granda frá kl 12 til 13.
Almennt verð er 5.900 kr en 4.000 kr fyrir SVEF meðlimi.
Innifalið í verði er:
• Fyrirlestrar um verðlaunavefi
• Hádegisverður (Vinsamlegast takið fram ef óskað er eftir vegan möguleika)
• Tækifæri til að hitta og tengjast fólki úr bransanum
• Fyrirlestrar um verðlaunavefi
• Hádegisverður (Vinsamlegast takið fram ef óskað er eftir vegan möguleika)
• Tækifæri til að hitta og tengjast fólki úr bransanum
Ef þú vilst skrá þig í félagið þá skráðu þig hér https://www.svef.is/skraning/
Félagsmenn fá sérkjör á viðburði og fá frítt inn á Íslensku vefverðlaunin. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.