fbpx

Dagskrá SVEF í vetur!

SVEF mun standa fyrir fjölbreyttri og spennandi dagskrá í vetur! Skráðu þig í félagið og vertu með!

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði stefnum við á að vera með fræðandi og skemmtilega hádegisfyrirlestra eða bjórkvöld tengt vefmálum. Þar að auki verður Iceweb ráðstefnan og auðvitað Íslensku vefverðlaunin haldin í febrúar.

Við viljum halda viðburðina sem allra mest í raunheimum (eins og sóttvarnayfirvöld leyfa) en hendum síðan kannski í eitt og eitt streymi.

Fyrsti viðburður verður 16. september nk þar sem við munum taka fyrir verðlaunavefi SVEF frá síðasta ári og skyggnast bak við tjöldin í þróun þeirra. Frekari upplýsingar verða sendar út í vikunni.

Sett hefur verið upp gróf áætlun fyrir viðburði vetrarins . Hún er þó alls ekki greypt í stein og viljum við heyra hugmyndir um hvað við ættum að taka fyrir í vetur. Sendið okkur endilega línu á [email protected].

Hvað fæ ég sem meðlimur í SVEF?

Fyrst og fremst ertu hluti af öflugu tengslaneti sérfræðinga í vefiðnaðinum
Sérkjör á viðburði og Iceweb ráðstefnuna
Frítt á Íslensku vefverðlaunin

Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.