Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

30.01.2016 15:14

Tix.is valinn vefur ársins 2015

Tix.is valinn vefur ársins 2015

Íslensku vefverðlaunin 2015 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn. Hátt í 200 vefir og snjallforrit voru tilnefnd og voru verðlaun veitt í 15 mismunandi flokkum. Íslensku vefverðlaunin hafa verið haldin á hverju ári frá árinu 2000 og er markmið þeirra að verðlauna þá sem vinna góða vinnu innan vefiðnaðarins og upphefja þau góðu verkefni sem eru unnin.

Nánar...

21.01.2016 22:31

Búið er að birta úrslit topp fimm í hverjum flokki til Íslensku Vefverðlaunanna!

Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2015 hefur unnið hörðum höndum síðustu vikur og hefur nú skilað niðurstöðum um tilnefningar til topp fimm úrslita í hverjum flokki.

Spennan magnast fyrir verðlaunahátíðinni og verður vandað til verka á allan hátt. Kvöldið hefst í Gamla Bíó kl 17:00, þar sem verðlaunaafhendingin fer fram. Húsið opnar kl.16:30, endilega mætið tímanlega og tryggið ykkur sæti. Léttar veitingar verða í boði á hátíðinni.

Að lokinni verðlaunahátíðinni, verður haldið í Eftirpartý, að Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík. DJ Margeir mun þeyta skífum, léttir réttir verða í boði sem og fljótandi veigar eins lengi og birgðir endast. Allir velkomnir!

Nánar...

14.01.2016 09:06

Íslensku vefverðlaunin 2015

Verðlaunahátíð Íslensku vefverðlaunanna verður haldin í Gamla Bíó þann 29.janúar næstkomandi, kl 17! Veitt verða verðlaun í 15 flokkum og var metþátttaka þetta árið. Við sjáum fram á spennandi kvöld og mikla skemmtun. Hugleikur Dagsson óskabarn Íslands verður kynnir kvöldsins. Eftir hátíðina verður boðið upp á léttar veitingar og glymrandi fína tónlist. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb