Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru grasrótarsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur regluleg bjórkvöld og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

19.03.2014 13:41

Aðalfundur SVEF og bjórkvöld

Aðalfundur SVEF verður haldinn fimmtudaginn 20.mars kl 17.30 á CenterHotel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík.

Strax í framhaldi á stuttum aðalfundi verður hefðbundið SVEF bjórkvöld þar sem Form5 mun m.a. kynna verkefni sitt: nikitaclothing.com sem vann nýlega til verðlauna sem "Besti íslenski vefurinn" á Íslensku vefverðlaununum. Þeir munu veita okkur innsýn inn í aðferðarfræði sem þeir telja að hafi hjálpað við að ná árangri.

Á aðalfundi SVEF verður skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár kynnt og í framhaldinu verður kosið í nýja stjórn.

Þeir sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvattir til að mæta á staðinn og gefa kost á sér.

Nánar...

31.01.2014 22:21

Frábær vefverðlaun að baki: Takk fyrir kvöldið!

Íslensku vefverðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Gamla Bíó. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var heiðursgestur verðlaunahátíðarinnar.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 og hafa vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.

Að þessu sinni voru veitt verðlaun í 14 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Nánar...

21.01.2014 11:23

Íslensku vefverðlaunin 2013: Verkefni í úrslitum

Nú liggur ljóst fyrir hvaða verkefni eru í úrslitum til hinna Íslensku vefverðlauna 2013 sem haldin verða föstudaginn 31. janúar kl. 17.00 í Gamla-bíó, Ingólfsstræti.

Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu.

Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim rétt um 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni.

Aðstandendur tilnefndra verkefna, félagsmenn SVEF og allir áhugamenn um íslenska vefiðnaðinn eru hjartanlega velkomnir á verðlaunahátíðina í Gamla bíói .  Í framhaldi af athöfninni verður efnt til gleðskapar í sömu húsakynnum þar sem vefárinu verður fagnað að hætti SVEF.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb