Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

21.03.2017 00:05

SVEF hittingur með Vitaly Friedman á fimmtudaginn næstkomandi.

SVEF hittingur með Vitaly Friedman á fimmtudaginn næstkomandi.

Vitaly Friedman verður með erindi á ráðstefnunni Sko á morgun föstudaginn 24.mars í Hörpunni, þar mun hann fjalla um best geymdu leyndarmálin um það hvernig má ná árangri í vefverslun (e.ecommerce). http://sko.ja.is/-
aðgangur ókeypis en takmarkað sætaframboð.
Vitaly ætlar að nota tækifærið þar sem að hann verður á landinu og segja okkur hjá SVEF frá nýlegri endurhönnun á Smashing Magzine á óformlegum hittingi í dag- fimmtudag eftir vinnu kl 18:00. Hittingurinn verður á Alda Hótel, Laugavegi 66.

Vitaly er sérfræðingur á sviði vefmála og hefur víðtæka reynslu í hönnun og vefþróun.

Nánar...

12.03.2017 23:56

SVEF hittingur á Kexinu!

SVEF hittingur á Kexinu!

SVEF hittingur verður á miðvikudaginn þann 15.mars kl 18:00.

Nokkur fyrirtæki í vefiðnaðinum verða með stuttar kynningar á starfsemi sinni. Hittingurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja kynna sér hvað er að frétta í vefgeiranum og styrkja tengslanet sitt.
Nemendur eru sérstaklega velkomnir og er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér hvað fyrirtæki eru að vinna með þessa dagana. Léttar veitingar (lesist: bjór) verða á boðstólnum á meðan að birgðir endast.

Dagskrá hefst kl 18:00


TM software
Landsbankinn
Sendiráðið

Nánar...

19.02.2017 23:50

Hvernig verður verðlaunavefur til?

Hvernig verður verðlaunavefur til?

Hvernig verður verðlaunavefur til?

-Hægt verður að komast að því á þriðjudaginn 21.feb á Kexinu, fulltrúar sigurvegara í þremur flokkum Íslensku vefverðlaunanna 2016 halda erindi um verkefna ferlið frá hugmynd að framkvæmd.
Frábært tækifæri til að styrkja tengslanetið og hlera góð verkefni.
Tilboð á barnum fyrir SVEFara og vini. Dagskráin hefst kl 17:30.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb