Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

04.12.2016 23:36

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu en nú eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin fyrst á Íslandi. Að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um.

Nánar...

02.12.2016 00:02

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

SVEF bíó á miðvikudaginn þann 7.des kl 17:30

Sýnd verður vönduð heimildarmynd frá Invision-Design Disruptors. Myndin segir frá því hvernig mikilvægi nútímahönnunar hefur aukist og veitir magnaða innsýn í aðferðafræði og vinnuflæði nokkurra þekktustu hönnuða heims á sviði stafrænnar hönnunar.

Happy hour á barnum og frábær jólastemning.
Sérstakar þakkir fær UENO fyrir veittan stuðning við SVEF bíó!

Skráning og miðakaup á: https://nvite.com/DesignDisruptors/c207

Nánar...

20.11.2016 21:44

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Forritarinn verður í fókus á næsta SVEF tríói þriðjudaginn 22.nóvember

Spennandi dagskrá liggur fyrir á SVEF tríó Forritarans næsta þriðjudag. Þrír valinkunnir forritarar halda erindi.

Eva Dögg Steingrímsdóttir forritari hjá OZ mun fjalla um hvernig React og React Native hafa nýst í verkefnum síðustu missera.

Már Örlygsson forritari hjá Hugsmiðjunni ætlar að ræða CSS frá ýmsum sjónarhornum og gefa okkur innsýn í hvernig hann hefur unnið með það í sínum verkefnum.

Arnar Páll Birgisson forritari hjá vefdeild Landsbankans tekur snúning á TypeScript sem sagt að sé gagnlegt hverjum forritara sem kýs að nota ofan á JavaScript.

Sem sagt áhugaverð og fróðleg dagskrá sem fagfólk í vefiðnaðinum á Íslandi ætti ekki að missa af.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb