Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

24.05.2017 12:14

Aðalfundur SVEF á Kexinu þriðjudaginn 30.maí

Aðalfundur SVEF á Kexinu þriðjudaginn 30.maí

Aðalfundur Samtaka Vefiðnaðarins verður haldinn þriðjudaginn 30.maí kl 18:00 á Kexinu, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík.
Léttar veitingar verða í boði á meðan birgðir endast.

Nánar...

16.05.2017 18:13

SVEF tríó-öryggi á vefnum

SVEF tríó-öryggi á vefnum

SVEF tríó - öryggi á vefnum - þann 24. maí næstkomandi.

Rýnt verður í málefni um öryggi gagna á vefnum og meðal annars fjallað um löggjöf í þeim efnum sem tekur gildi árið 2018. Einnig verður farið yfir tæknileg atriði sem skipta máli í meðferð gagna sem og hvaða gögn fólk er (ómeðvitað) að láta af hendi (t.a.m. til samfélagsmiðla) og hvernig þau gögn eru svo oftar en ekki notuð af þriðja aðila.

Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum sem haldinn verður á Nauthóli frá kl 11:30-13:20.
Fundarstjóri SVEF tríósins verður Ólafur Sverrir Kjartansson forritari hjá ueno og stjórnaraðili SVEF.


Nánar...

26.04.2017 18:10

SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

SVEF tríó - í hádeginu, miðvikudaginn þann 3. maí næstkomandi.
Að þessu sinni verða flutt erindi sem fjalla um greiðslur á vefnum. Rýnt verður í greiðslulausnir sem nýtast í vefiðnaðinum og fjallað um helstu áskoranir í þeim efnum.
Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum sem haldinn verður á Nauthóli frá kl 11:30-13:20.
Fundarstjóri verður Markús Þorgeirsson verkefnastjóri Vefdeildar Landsbankans og formaður SVEF.


Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb