fbpx

Tilnefningar og verðlaunahafar 2020

Verkefni ársins

Vefur Neyðarlínunnar 112.is
112.is
Framleiðendur: Mennsk ráðgjöf, Berglind Ósk Bergsdóttir, Hugsmiðjan og Samsýn

Umsögn dómnefndar:

Vefur ársins er frábærlega útfærð lausn með framúrskarandi upplifun fyrir notandann.

Verkefnið er til fyrirmyndar í alla staði þar sem framsetningu efnisins er skilað á einstaklega vandaðan hátt. Myndefnið kallar á viðfangsefnið og fær að flæða um vefinn á skemmtilegan máta. Mikill metnaður er lagður í vefinn, ásamt því að aðgengismál eru til stakrar fyrirmyndar.
Þessi vefur á sannarlega mikið hrós skilið.

Hönnun og viðmót

Kodo
kodo.is
Framleiðendur: Kodo

Umsögn dómnefndar:

Falleg og leikandi hönnun vefsins vekur bæði áhuga og gleði. Textinn er vel skrifaður, bæði á íslensku og ensku, og tónninn skemmtilegur. Efnið fær að anda og hreyfingar eru þægilega stilltar. Mjög vel heppnuð hönnun og útfærsla.


Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)

Kodo
kodo.is
Framleiðandi: Kodo

Umsögn dómnefndar:

Lifandi vefur þar sem einföld og stílhrein hönnun er í fyrirrúmi en þó mikill leikur og skemmtileg hreyfihönnun. Rödd og tónn vefsins er léttur og vekur áhuga. Kynning á fyrirtækinu er hnitmiðuð og vefurinn er léttur í keyrslu.

Arkio
Framleiðendur: Erla & Jónas, Arkio

Jökulá
Framleiðandi: Jökulá

Made By Noam
Framleiðendur: Noam Almosnino

Mín líðan – Sálfræðiþjónusta á netinu
Framleiðendur: Mín líðan & Vettvangur

Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)

Ný vefsíða meniga.is
meniga.is
Framleiðandi: Öll hönnun viðmóts-, grafíkur-, merkja- og myndvinnsla var unnin af hönnuðum Meniga. Sömuleiðis voru öll efnistök og textavinna í höndum starfsfólks fyrirtækisins. Uppsetning vefsins var í höndum bresku vefstofunnar WAG – https://www.weaccelerategrowth.com/

Umsögn dómnefndar:

Hönnun vefsins er falleg og vingjarnleg. Skemmtilegar teikningar lífga upp á vefinn á smekklegan hátt. Efnið er aðgengilegt og tónn texta vel úthugsaður. Flottur vefur sem er hraður og þægilegt að nota.

Aranja.com
Framleiðandi: Aranja

Hugsmiðjan
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Kvikmyndaskóli Íslands
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Tix Ticketing
Framleiðandi: Sendiráðið

Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)

Bluelagoon.com
Framleiðandi: Bláa Lónið, Jónfrí og Co, Aranja

Umsögn dómnefndar:

Glæsilegur vefur með aðlaðandi myndum, litum og týpógrafíu. Mikið hefur verið lagt í myndefni og góða notendaupplifun. Vefurinn stendur sig frábærlega í aðgengismálum og öll virkni er til sóma.

Nýr Global Meniga vefur – sameining á 3 heimum
Framleiðandi: Meniga (Ómar Þór Ómarsson og Pablo Santos) og We Accelerate Growth

TM.is
Framleiðandi: TM, Kolibri og Tvist

Vefur Íslandsbanka
Framleiðendur: Íslandsbanki og Hugsmiðjan

Vefur Skeljungs
Framleiðendur: Hugsmiðjan

Markaðsvefur ársins

Borgarleikhúsið
borgarleikhus.is
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Efni vefsins er lifandi og ánægjulegt er að vafra um hann. Hönnunin er litrík með skemmtilega sérkennilegum smáatriðum og áhugaverðri hreyfihönnun. Framsetning er til fyrirmyndar og mjög í takt við innihaldið. 

Looks like you need to let it out
Framleiðandi: Peel auglýsingastofa, M&C Saatchi, Firefall, Hreinn Beck

Loftbrú
Framleiðandi: Kolofon

Vefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Vörumerkjahandbók Landsvirkjunar
Framleiðandi: Kolofon og Arnar Ólafsson

Efnis- og fréttaveita

Vefur BSRB um styttingu vinnuvikunnar
styttri.is
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Kraftmikill efnis- og fréttavefur sem gefur sterkan tón til notandans. Vefurinn er áhrifamikill og dálítið óhefðbundinn, en nær algjörlega að koma skilaboðunum á framfæri. Notandinn á auðvelt með að rata um vefinn enda er framsetning efnisins skýr og greinileg.

Mjög áhugaverður vefur með nýstárlegri framsetningu.

Blue Lagoon Stories
Framleiðandi: Bláa Lónið, Jónfrí og Co, Aranja

Borgarleikhúsið
Framleiðendur: Hugsmiðjan

COVID-19
Framleiðendur: Hvíta húsið, Almannavarnir

Hönnunarkerfi Íslandsbanka
Framleiðendur: Íslandsbanki og Hugsmiðjan

Söluvefur ársins

Vefsala TM – Vádís
tm.is/kaupa
Framleiðandi: TM og Kolibri

Umsögn dómnefndar:

Söluvefur ársins er með ótrúlega einfalt og þægilegt ferli sem býður alla möguleika á skýran hátt. Vefurinn er það stílhreinn og einfaldur að kaup kalla á mann. Frábærlega vel útfærð lausn á annars flóknu ferli.

Bókunarvél Bláa Lónsins
Framleiðandi: Blá Lónið, Aranja og Jónfrí og Co

Dominos.is
Framleiðendur: Vettvangur

Te og kaffi
Framleiðendur: Hugsmiðjan

Vefur Icelandic Down
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Sebastian Mitchell og Tobias Pettigrew

Stafræn lausn ársins

112.is – Nýtt tól í baráttunni við ofbeldi
112.is
Framleiðandi: Hugsmiðjan, Mennsk ráðgjöf og Samsýn

Umsögn dómnefndar:

Stafræna lausn ársins er sannarlega þörf og útfærslan er mjög vel heppnuð. Útlit er snyrtilegt og einfalt, skilaboðin skýr og efnið faglega unnið. Mikil vinna hefur verið lögð í að lausnin mæti þörfum ólíkra hópa og að hún sé auðveld í notkun.

Snjallverslun Krónunnar
Framleiðandi: Krónan, Reon, Metall, Festi, Edico, Nobex

Stafræn endurfjármögnun Íslandsbanka
Framleiðendur: Íslandsbanki, Hugsmiðjan og Codenorth.

Stafræn ökuskírteini
Framleiðendur: Apple Inc. – Stafræna ökuskírteinið er unnið eftir stöðlum Apple.

Stuðningslán – Ísland.is
Framleiðendur: Aranja og Metall fyrir Ísland.is (Stafrænt ísland)

Tæknilausn ársins

Lífeyrismál í Arion Appinu
arionbanki.is/einstaklingar/sparnadur/vidbotarsparnadur/
Framleiðendur: Arion banki

Umsögn dómnefndar:

Tæknilausn ársins er virkilega vel leyst útfærsla á annars flóknu og yfirgripsmiklum upplýsingum. Lausninni tekst að draga vel saman á notendavænan og fallegan hátt flóknar upplýsingar af mörgum stöðum Tæknilausnin ráðleggur notanda og dregur fram kjarnann í vafaatriðum tengdum lifeyrismálum.

GRID
Framleiðandi: GRID ehf.

Ísland.is – Þróunarumhverfi, þróunarferli og hönnunarkerfi
Framleiðandi: Aranja, Andes, Advania, Parallel, Kosmos & Kaos og Hugsmiðjan fyrir Ísland.is (Stafrænt Ísland).

Medio
Framleiðandi: Kaktus

Sýnatökukerfi fyrir Covid-19
Framleiðandi: Origo og Embætti Landlæknis

Opinber vefur ársins

Ísland.is
island.is
Framleiðendur: Parallel, Kosmos & Kaos, Stefna og Aranja fyrir Ísland.is (Stafrænt Ísland).

Umsögn dómnefndar:

Þegar þjónusta þarf fjölbreyttan hóp er mikilvægt að skýr framsetning og aðgengi séu höfð að leiðarljósi, en þessi vefur þótti að mati dómnefndar skara sérstaklega fram úr. Mikill metnaður hefur verið lagður í upplifun notenda með einföldu viðmóti sem leysir margþætt og flókin vandamál, ásamt því að aðgengismál hafa verið unnin af miklum metnaði.

Græna planið
Framleiðandi: Kolofon, Hugsmiðjan, Jón Frí og Erla & Jónas

Vefur Neyðarlínunnar 112.is
Framleiðendur: Mennsk ráðgjöf, Berglind Ósk Bergsdóttir, Hugsmiðjan og Samsýn

Vefur Umboðsmanns barna
Framleiðendur: Hugsmiðjan

Vopnafjarðarhreppur
Framleiðendur: Kolofon og Greipur Gíslason

Vefkerfi ársins

Stafræn réttarvörslugátt
rettarvorslugatt.island.is
Framleiðendur: Kolibri, Dómsmálaráðuneytið og Stafrænt Ísland

Umsögn dómnefndar:

Vefkerfi ársins er einfalt í notkun og notendavænt, en með tilkomu þess verður ferlið hraðara og öruggara í vinnslu. Kerfið styður vel við notendur, skýrleiki er í fyrirrúmi og gerir flókna umsýslu rekjanlega og sýnilega.  Mjög vel útfærð lausn.

Beedle
Framleiðandi: Beedle ehf / Guðmundur Helgi Axelsson

Haustráðstefna Advania
Framleiðandi: Advania

Medio
Framleiðendur: Kaktus

Þjónustuvefur Orkusölunnar
Framleiðendur: Hugsmiðjan, Motus, Advania og Taktikal

App ársins

Domino´s appið
stokkur.is/projects/dominos
Framleiðendur: Eigandi appsins er Domino’s, Stokkur Software ehf. framleiðir appið og app vefþjónustu og Vettvangur framleiðir miðlæga vefþjónustu.

Umsögn dómnefndar:

App ársins leysir flókið vandamál á skilvirkan hátt með góðri notendaupplifun. Öllum upplýsingum er komið til skila með mjög skýrum hætti og vel er hugað að aðgengismálum. Aukavirkni sem var bætt við til að bæta upplifun viðskiptavina á tímum COVID er mjög flott viðbót.

Heilsuapp Janus Heilsueflingar
Framleiðendur: Jökulá, Janus Heilsuefling

Arion appið
Framleiðendur: Arion banki, Hvíta húsið og Kosmos & Kaos

LSH APP fyrir innlagða sjúklinga
Framleiðandi: Landspítali: Adeline Tracz (verkefnastjóri), Arnar Þór Guðjónsson (yfirlæknir), Ingibjörg Guðmundsdóttir (deildarstjóri), Kristmundur Ólafsson (forritari) og Ívar Ragnarsson (forritari) og Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild landspítala. Advania: Gunnar Þórisson (verkefnastjóri) og Jóhannes Þorkell Tómasson (forritari)

TM appið
Framleiðendur: TM og Kolibri

Samfélagsvefur ársins

Vefur Umboðsmanns barna
barn.is
Framleiðandi: Hugsmiðjan

Umsögn dómnefndar:

Efnismikill vefur með góða og skýra flokka uppbyggingu þar sem misjafnir markhópar eiga auðvelt með að rata á réttan stað. Hönnunin er smekkleg, sem skilar sér í stílhreinum vef en um leið vef sem er notendavænn og aðgengilegur.

COVID-19
Framleiðandi: Hvíta húsið, Almannavarnir

Krabbameinsfélagið – Ákvörðunartæki
Framleiðendur: Hugsmiðjan

SOS Barnaþorpin
Framleiðendur: Vettvangur

Vefur Neyðarlínunnar 112.is
Framleiðendur: Mennsk ráðgjöf, Berglind Ósk Bergsdóttir, Hugsmiðjan og Samsýn

Gæluverkefni ársins

Veldu Rafbíl
veldurafbil.is
Framleiðandi: Hugi Hlynsson

Umsögn dómnefndar:

Aðgengileg og einstaklega stílhrein framsetning sem einfaldar samanburð á nýrri og notaðri vöru sem hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár. Sífelldar breytingar á markaðinum skapa flóknari þarfir og þá kemur einstaklingsframtak eins og þetta að góðum notum.

Hjörtur Jóhannsson
Framleiðandi: Balkan Studio

Hrósarinn
Framleiðandi: Nova, Aranja, Metall

Vantar í bolta
Framleiðandi: Óli Tómas Freysson

Vínleit
Framleiðandi: Hinrik Snær Hjörleifsson

Viðurkenning: Aðgengismál

Dómnefnd veitir viðurkenningu fyrir aðgengismál í samstarfi við Blindrafélagið að þessu sinni.

Ísland.is
Framleiðandi: Parallel, Kosmos & Kaos, Stefna og Aranja fyrir Ísland.is (Stafrænt Ísland).

Þessi vefur er liður í stóru og metnaðarfullu verkefni þar sem gott aðgengi allra að upplýsingum skiptir máli. Mikið magn upplýsinga úr öllum áttum eru settar fram á skiljanlegan, skipulagðan og snyrtilegan hátt. Þessu verkefni er hvergi nær lokið og verður spennandi að fylgjast með frekari þróun þess. Vonandi virkar þessi viðurkenning sem hvatning til að halda því góða starfi áfram sem hingað til hefur verið unnið.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!