fbpx

Vefverðlaunum aflýst, IceWeb frestað

Í ljósi þróunar síðustu daga hvað varðar Covid-19 útbreiðslu hérlendis og stemningu fólks gagnvart mætingu á mannfagnaði á borð við Íslensku vefverðlaunin, hefur stjórn SVEF tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa athöfninni sem átti að fara fram á morgun, föstudaginn 13. mars.

Við munum á næstu dögum afhenda sigurvegurum verðlaun og tilkynna um þau jafnóðum og þau verða afhent.

Eins og áður hafði verið tilkynnt hafði IceWeb ráðstefnunni verið frestað og mun hún fara fram þann 30. september næstkomandi. Í kjölfar hennar munum við skála fyrir sigurvegurum Íslensku vefverðlaunanna og gleðjast saman.

Okkur þykir miður að þetta sé staðan og þökkum öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg undanfarna mánuði við skipulag viðburðarins.

Sjáumst öll hress og kát þann 30. september!

Þeir sem eru utan SVEF og höfðu keypt miða er bent á að hafa samband við [email protected].