fbpx

Frábær mæting á IceWeb 2019

Í dag hélt SVEF sína árlegu vefráðstefnu, IceWeb, á Hilton Nordica hótel í Reykjavík. Vel var mætt á ráðstefnuna en tæplega 150 gestir hlýddu á 7 fræðandi erindi um allt frá öryggismálum yfir í notendaupplifun og hönnunarkerfi.

Aðalfyrirlesarar IceWeb 2019 voru þau Brad Frost og Magga Dóra.

Brad er vefhönnuður, ráðgjafi og rithöfundur, en bókin hans Atomic Design kynnir aðferðafræði til að búa til og viðhalda áhrifaríkum hönnunarkerfum.

Magga Dóra hefur unnið í stafrænni vöruþróun frá því fyrir aldamót, bæði hérlendis og erlendis. Hún er með bakgrunn úr sálfræði og leggur því megináherslu á að notandinn sé í öndvegi og að hans upplifun verði árangursrík og helst ánægjuleg.

Aðrir fyrirlesarar

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir – Meniga

James Elías Sigurðson – Adversary

Orri Arnarson – Sendiráðið

Pétur Jóhannes Óskarsson – WuXi NextCODE

Rachel Salmon – Kolibri

Fundarstjóri var Rósa Stefánsdóttir.