fbpx

11 mar 2022

SVEF vefverðlaunapartí á KEX – þér er boðið

KEX hostel

Samhliða íslensku vefverðlaununum sem haldin verða föstudaginn 11. mars býður SVEF í PARTÍ Á KEX.

Partíið hefst kl. 19:30 og munum við byrja á að horfa saman á beina útsendingu frá íslensku vefverðlaununum. Þegar síðustu verðlaunin hafa verið afhent mætir DJ á svæðið og keyrir upp SVEFninguna.

Komum saman og fögnum á þessari uppskeruhátíð vefiðnaðarins nú þegar loksins við getum hist án COVID takmarkana.

Veglegar veitingar á góðu verði og almenn gleði og glaumur í boði.

Sjáumst á KEX á föstudaginn!