fbpx

07 okt 2021

SVEF hádegi – Stafræn þróun ferðaþjónustunnar í skugga heimsfaraldurs

Annar hádegisfundur SVEF þennan veturinn verður haldinn þann 7. október nk í Ægisgarði kl 11:30-13:00.
ATH Skráning fer fram á tix.is https://bit.ly/3ixCxW9

 

 

Að þessu sinni munum við leggja áherslu á áhugaverð erindi tengt ferðaþjónustunni. Við munum fá innsýn í hvernig heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á vef- og hugbúnaðarþróun ferðaþjónustufyrirtækja og hvernig þau hafa brugðist við þessari stærstu krísu í manna minnum. Hvaða áskoranir og tækifæri hafa verið í stafrænni þróun fyrir ferðaþjónustuna? Hvað gerist bakvið tjöldin þegar allir hætta að fara inn á bókunarvélina þína? Hvernig byggirðu þig aftur upp eftir COVID?
Startið, staðan og stefnan
Þórir Ólafsson, Director Digital Development og Sigurður Victor Chelbat, Product Manager Digital Products Strategy hjá Icelandair, munu stikla á stóru um stafræna þróun hjá félaginu. Þeir munu meðal annars opna sig um þær hindranir og áskoranir sem urðu á þeirra vegi á Covid tímum ásamt því að deila með okkur þeim tækifærum sem sköpuðust í kjölfarið.
Flugleitarvél þegar enginn leitar að flugi
Ingunn Tryggvadóttir, tæknilegur vörustjóri hjá Dohop, mun segja frá fyrirtækinu, nýjustu afrekum og þróun þess, ásamt því að deila með okkur því sem er framundan hjá íslenska ferðatæknifyrirtækinu.
Ertu í alvörunni ekki með stefnu í efnissköpun og leitarvélabestun?
Hjalti Már Einarsson stýrði vef- og markaðsmálum Nordic Visitor í 12 ár en er í dag viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Hjalti mun í erindi sínu horfa utan frá á íslenska ferðaþjónustu, hvað hægt sé að gera í vef- og markaðsmálum í alþjóðaumhverfi á krefjandi tímum eins og núna, þar sem eru miklar áskoranir en einnig tækifæri. Hjalti mun tala um mikilvægi þess að ferðaþjónustufyrirtæki séu með sterkan grunn og strategíu í efnissköpun og leitarvélabestun.
Fundurinn verður haldinn í Ægisgarði brugghúsi, Eyjarslóð 5, úti á Granda.
Almennt verð er 5.900 kr en 4.500 kr fyrir SVEF meðlimi.
Innifalið í verði er:
• Fyrirlestrar um áskoranir í vef- og hugbúnaðarþróun í ferðaþjónustunni
• Hádegisverður frá Wingman (Vinsamlegast takið fram ef óskað er eftir vegan möguleika)
• Tækifæri til að hitta og tengjast fólki úr bransanum
Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Félagsmenn fá sérkjör á viðburði og fá frítt inn á Íslensku vefverðlaunin. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.