fbpx

13 nóv 2019

SVEF Hádegi #2: Hopp, App & Alfreð

Hæðin, Síðumúla

Annað SVEF Hádegi starfsvetrarins verður haldið miðvikudaginn 13. nóvember. Að þessu sinni verða fyrirlestrar um tvö spennandi verkefni þar sem snjallsímaforrit (e. app) er þungamiðjan.

Fyrir utan fræðslu og fróðleik verður á boðstólum Taco hlaðborð frá hinum ný enduropnaða veitingastað Bragginn. Í boði verða bæði kjöt og grænkera útfærslur. Maturinn er innifalinn í miðaverði.

Í fyrra erindi dagsins munum við heyra frá vegferðinni á bakvið Hopp, fyrstu rafskútuleiguna á Íslandi. Stofnendur Hopp eru einnig á bakvið vef- og hugbúnaðarfyrirtækið Aranja en allt kerfið á bakvið reksturinn er heimasmíðað, þar á meðal app sem notendur nota til að leigja og staðsetja rafskúturnar. Eiríkur Nilsson frá Hopp & Aranja mun kynna verkefnið.

Seinni fyrirlestur dagsins verður frá starfatorginu Alfreð en fyrir skömmu leit dagins ljós algjörlega ný útgáfa af appinu þeirra, endurskrifuð frá grunni, en áhugavert verður að heyra söguna á bakvið þá ákvörðun og hvernig hún gekk upp ásamt því að líta á tæknilegu hliðina. Helgi Pjetur, framkvæmdastjóri/hönnuður, og Gunnar Bjarki, app forritari/hönnuður, munu segja okkur frá þeirra sögu.

Kaupa miða

Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vinum og vinnufélögum til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Í vetur munum við bregða út af vananum og verðum á nýjum stað með hádegisfundina okkar, Hæðinni Síðumúla 32. Markmiðið er að skapa afslappaðri stemmingu, auka spjall á milli gesta fyrir og eftir erindin og ýta þannig undir tengslamyndun í faginu okkar.

Miðaverð með mat inniföldum lækkar umtalsvert á milli ára en meðlimir í SVEF greiða nú 3.490 kr og utanfélagsfólk greiðir 4.900 kr.

Kaupa miða

Ef þú vilt ganga í félagið þá kaupir þú einfaldlega SVEF-miða á viðburðinn á Tix.is og verður samhliða skráð(ur) í félagið. Árgjaldið er 14.900 kr. Flest fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.