fbpx

10 nóv 2021

SVEF gleðistund 10. nóvember kl. 17:30 – Bókunarbyltingin

ATH Skráning fer fram á Tix.is https://bit.ly/3mIBapP

Þá er komið að þriðja viðburði haustsins hjá SVEF! Að þessu sinni munum við hittast eftir vinnu í gleðistund og heyra erindi frá öflugum fyrirtækjum sem hafa masterað þá list að bóka á netinu.
Gríðarleg tækifæri, nýsköpun og gróska hefur orðið í hugbúnaðarþróun tengt bókunarkerfum, sem létta líf viðskiptavina og auka skilvirkni hjá fyrirtækjunum sjálfum.
Viðburðurinn verður haldinn 10. nóvember nk í Ægisgærði kl.17:30-19.

Hér er kjörið tækifæri til að hitta veffólk með öl í hönd og hlusta á áhugaverð erindi.
Happy hour verður á barnum á meðan á viðburði stendur

Fyrirlestrar:
Noona – Hugbúnaðarþróun og listin að finna jafnvægi á milli hraða og gæða
Kjartan Þórisson, stofnandi og Rán Ísold Eysteinsdóttir, UI/UX hönnuður
Dineout – Þróun og útrás heildstæðs bókunarkerfis
Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri/eigandi
Bláa Lónið – Áskoranir og tækifæri í bókunarferlum í stafrænum heimi Bláa Lónsins
Hjalti Sigfússon, Forstöðumaður Stafrænna Dreifileiða / Director of Digital Channels

Almennt verð er 3.500 kr en 2.000 kr fyrir SVEF meðlimi.
Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Félagsmenn fá sérkjör á viðburði og fá frítt inn á Íslensku vefverðlaunin. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.