fbpx

09 des 2021

Stafræn verslun – hvað er nýtt og hvað er framundan?

ZOOM - þeir sem skrá sig fá sendan hlekk

Þann 9. desember nk. kl 12:00 – 13:00 mun SVEF halda síðasta fund ársins þar sem verður fjallað um stafræna verslun.

Skráning fer fram á tix.is https://bit.ly/2ZWbPQY
Fundurinn verður fjarfundur að þessu sinni og verður streymt í gegnum Zoom.
Þróun vefverslana hefur verið mögnuð sl 2 ár, faraldurinn hefur hraðað stafrænni þróun hjá verslunum svo um munar og það eru gríðarlega spennandi tækifæri framundan.

Fyrirlestrar:
– Krónu appið heima og í verslunum
Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Reon, mun fara með okkur í ferðalag í gegnum þróunarferli Krónu appsins. Hún mun leyfa okkur að kynnast vinnunni á bakvið Skannað og Skundað og tala um mikilvægi notendaupplifunar og hvað kom á óvart þegar fyrsta útgáfan kom í hendurnar á notendum. Rósa mun að lokum deila með okkur hvað er framundan hjá Snjallverslunum Krónunnar.

– Netverslun S4S – Vegferð að betri netverslun
Ásdís Jörundsdóttir Rekstrarstjóri stafrænnar þróunar hjá S4S mun fara yfir árið 2021 sem var ár breytinga hjá Netverslun S4S. Útkoman er ný og hraðari netverslun á nýjum stað.

– Rafþreyfanleg framtíð
Björgvin Pétur Sigurjónsson creative director hjá Jökulá mun ræða um rafþreyfanleika (e. phygital) Mörkin milli hins rafræna og hins áþreyfanlega eru að hverfa og tækifærin eru endalaus! Við skundum og skönnum í búðinni, pöntum allt sem við viljum í gegnum símann og grípum það á leiðinni heim. Hvar eru tækifærin til að hámarka rafþreyfanleika og skapa ennþá betri notendaupplifun?

Almennt verð er 2.000 kr en SVEF meðlimir greiða ekkert. Skráning fer fram á tix.is https://bit.ly/2ZWbPQY og þáttakendur fá sendan hlekk á viðburðardegi. Fundurinn verður sendur út á Zoom.
Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Félagsmenn fá sérkjör á viðburði og fá frítt inn á Íslensku vefverðlaunin. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.