Klúðurkvöld verður haldið fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 17-19:30 á vinnustofu Kjarval
Ertu til í að fagna mistökum, læra af þeim og snúa þeim í eitthvað frábært? Þá er Klúðurkvöld fyrir þig!
Við ætlum að ræða, skapa og deila klúðri – bæði stóru og smáu. Þetta er kvöldið þar sem við lærum af mistökum og snúum þeim upp í innblástur!
Meðal viðmælanda er Magnús Magnusson, eigandi og framkvæmdarstjóri Peel
Á viðburðinum ætlar hann að fjalla um verkefni sem reyndist bæði áskorun og ævintýri – samstarfið Peel við Visit Iceland í kjölfar Covid-faraldursins.
,,Ég ætla að deila mistökum sem við gerðum, lærdóminum sem við drógum af þeim og hvernig við þurftum oft að hugsa algjörlega út fyrir boxið til að gera eitthvað nógu áhugavert til að vekja athygli fjölmiðla. Tæknilega flókin verkefni komu óneitanlega við sögu, og ég mun tala um hvernig við tókumst á við óvæntar hindranir og lærðum á ferðalaginu.
Samstarfið náði yfir mörg lönd og margt fór ekki alveg eins og í handritinu”.