fbpx

26 mar 2021

Íslensku vefverðlaunin 2020

Íslensku vefverðlaunin verða haldin með hátíðlegum hætti föstudaginn 26. mars kl 19. Við munum halda viðburðinn á live streymi þetta árið og hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að halda gleðskap (innan takmarkana þó) á meðan viðburði stendur. Við munum bjóða upp á að vera með live vefmyndavélar í samkvæmunum og getum skipt yfir á vinningshafa til að keyra upp stemninguna!

Við lofum frábærri skemmtun þótt hún verði með öðrum hætti en áður hefur verið. Spennan er mikil gagnvart verðlaununum og er óhætt að segja að samkeppnin um bestu vefnina hafi sjaldan verið meiri.

Sendur verður linkur á viðburðinn og honum streymt á vefnum okkar sem og á facebook.

Hlökkum til að sjá þig og fyrirtækið þitt í banastuði.