Við hvetjum alla unnendur vefmála að mæta á Iceweb 2019 og skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna. Þetta er ráðstefna sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.
IceWeb ráðstefnan verður haldin föstudaginn 22. febrúar 2019 frá kl. 13-17 á Hilton Hotel Nordica.
Aðalfyrirlesarar IceWeb 2019 verða þau Brad Frost og Magga Dóra.
Brad er vefhönnuður, ráðgjafi og rithöfundur, en bókin hans Atomic Design kynnir aðferðafræði til að búa til og viðhalda áhrifaríkum hönnunarkerfum.
Magga Dóra hefur unnið í stafrænni vöruþróun frá því fyrir aldamót, bæði hérlendis og erlendis. Hún er með bakgrunn úr sálfræði og leggur því megináherslu á að notandinn sé í öndvegi og að hans upplifun verði árangursrík og helst ánægjuleg.
Fyrirlesarar á IceWeb 2019:
James Elías Sigurðsson, Adversary
Orri Arnarsson, Sendiráðið
Pétur Jóhannes Óskarsson, WuXi
Rachel Salmon, Kolibri
Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Meniga
Magga Dóra, lykilfyrirlesari
Brad Frost, lykilfyrirlesari
Fundarstjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir.