fbpx

11 nóv 2022

Fjártækni til framtíðar

Sykur í Veru Mathöll / Grósku Hugmyndahúsi.

Annar viðburður SVEF er ekki af verri endanum. Hann verður haldinn á fimmtudaginn 10. nóvember nk., byrjar kl. 12:00 og er opinn öllum, salurinn opnar 11:45 .Við verðum í salnum Sykur sem er í Veru Mathöll / Grósku Hugmyndahúsi. Það er hægt að ganga inní salinn frá Veru Mathöll og að utan, það er þá inngangurinn næst HÍ / beint á móti.Áherslan að þessu sinni er á íslensk fjártæknifyrirtæki sem leggja áherslu á stafræna þróun og nýsköpun. Það verður einnig áhugavert að heyra hvernig þetta tvennt styður meðal annars við samfélagslega ábyrgð og hvort fyrirtækin séu meðvitað að horfa til þess. Við munum fá aðila frá Indó (https://www.indo.is) og Lucinity (https://www.lucinity.com) til okkar til að fjalla um sig og sína vegferð.Gestum gefst kostur á að kaupa sér mat fyrir viðburðinn og snæða á meðan fyrirlestrarnir eru í gangi.

indó:
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri og Valgerður Kristinsdóttir, framendaforritari.
indó er fyrsti og eini áskorendabankinn á Íslandi. indó fékk starfsleyfi sem sparisjóður í febrúar sl. og opnaði fyrir lokuðum beta hópi fyrstu viðskiptavina í lok sumars. Í dag eru viðskiptavinir indó yfir þúsund talsins en yfir 7000 manns hafa nú þegar skráð sig á biðlista til að geta stofnað reikning fyrir formlega opnun síðar í vetur. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir er markaðsstjóri indó. Hún var áður markaðsstjóri Krónunnar og er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.
Hún mun fara yfir söguna á bakvið indó og hvernig indó ætlar að koma inn á markað með alvöru samkeppni á bankamarkaði með sanngirni, einfaldleika og gleði að leiðarljósi. Valgerður Kristinsdóttir er framendaforritari hjá indó. Hún vann áður við kennslu og rannsóknir hjá Háskóla Íslands en hún er með gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla.
Hún mun fjalla um hönnun indó appsins ásamt því að gefa innsýn í þróunarferli þess.

Lucinity:
Ingiber Freyr Ólafsson, director of Software Solutions sjá Lucinity flytur erindið „Mikilvægi notendaupplifunnar í baráttunni gegn fjármálaglæpum”