fbpx

Vefur ársins 2018 er Vesturbyggð.is

Föstudaginn 22. febrúar fagnaði vefiðnaðurinn á Íslandi vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunaði þá sem þóttu skara fram úr.

Á fjórða hundrað gesta mættu á Hilton Nordica til að fagna því sem vel var gert á liðnu ári.

Kynnar kvöldsins á Íslensku vefverðlaununum voru engar aðrar en þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir. Óhætt er að segja að þessar frábæru konur hafi slegið í gegn og haft salinn á sínu bandi.

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2018 voru veitt í 11 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Vefur ársins var valinn vefur Vesturbyggðar en hönnunarstofan Kolofon stendur á bakvið vinnslu vefsins.

Á vef SVEF má nálgast allar upplýsingar um tilnefnda vefi sem og sigurvegara í hverjum flokki.