Stjórn SVEF er kosin á aðalfundi og skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og fimm meðstjórnendum. Stjórnin ræður viðburðarstjóra og hefur eftirlit með störfum hans.
Einnig er hægt að skoða eldri stjórnir SVEF.
Þú skráir þig hér fyrir neðan og SVEF sendir gíróseðil í heimabankann þinn. Um leið og félagsgjöldin eru greidd ert þú orðin meðlimur!
Félagsgjald SVEF er 14.900 krónur og er skráning öllum opin. Námsmenn með gilt skólaskírteini greiða 7.900 krónur.
Félagsgjöldin eru m.a. notuð til þess að fjármagna íslensku vefverðlaunin, ráðstefnur og fræðslufundi.
Sérkjör á IceWeb ráðstefnu SVEF
Frítt á Íslensku vefverðlaunin
Sérkjör á SVEF tríó
Góða afslætti á aðra viðburði í gegnum árið hjá SVEF
Stjórn SVEF er kosin á aðalfundi og skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og fimm meðstjórnendum. Stjórnin ræður viðburðarstjóra og hefur eftirlit með störfum hans.
Einnig er hægt að skoða eldri stjórnir SVEF.
Formaður stjórnar - Stofnandi hjá Digido
Einkennileg blanda af vef- og markaðsmanni þar sem tveir ólíkir karakterar mætast í ástríðufullum internet dansi. Sumir segja hann vef-stalker en aðrir hið alsjáandi auga. Eitt er þó víst, hann elskar að bæta, breyta, fikta og mæla.
Stjórnarmeðlimur - Viðmótshönnuður, Jökulá
Metnaðarfullur viðmótshönnuður hjá hönnunarstofunni Jökulá! Einnig einn af eigendum Studio yellow. Mikill áhugi á hönnun, tækni, frumkvöðlageiranum og skemmtilegu fólki. Veit ekkert skemmtilegra en góð hádegis svef-tríó!
Stjórnarmeðlimur - Hönnuður, Hugsmiðjan
Hönnunar nörd með mikla ástríðu fyrir að skapa fallegar en jafnframt notendavænar stafrænar vörur.
Stjórnarmeðlimur - Vefstjóri, Pósturinn
Jarðbundinn sveimhugi með sjúklegan áhuga á stafrænni þróun, notendaviðmóti, samræmdum markaðssamskiptum og morðum.
Meðstjórnandi - Forritari, Sendiráðið
Smá tölvunörd, finnst skemmtilegt að spila tölvuleiki, en helst ekki með öðrum (Witcher 3 forever). Horfi alltof mikið á stjónvarpið. Hef horft á Buffy the vampire slayer seríurnar 3 sinnum og ég skammast mín ekki neitt! Mögulega annar félagsmaður SVEF sem drekkur ekki kaffi.
Stjórnarmeðlimur - Forritari, Origo
Listrænn forritari með ástríðu fyrir það að búa til sjarmerandi og notendavænar veflausnir. Tölvuleikjaunnandi, myndasögusafnari, samfélagsmiðlaskrollari og með diplómu í að búa til afbrigðilega kokteila.
SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!