fbpx

Stjórn SVEF

Þann 22. maí sl. tók ný stjórn SVEF við störfum. Björgvin Pétur Sigurjónsson tekur við formennsku af Lindu Lyngmo en auk hans eru í stjórn Anna Kolbrún Jensen, Brian Johannessen, Einar Ben, Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, Sigurður Snær Eiríksson, Sigurjón Rúnar Vikarsson, Sveinn Steinarsson og Valeria R. Alexandersdóttir.

Stjórn SVEF 2024.

 

 

Anna Kolbrún Jensen

Stjórnarmeðlimur - Sérfræðingur í vefmiðlun - Reykjavíkurborg

Anna Kolbrún er með fjölbreytta reynslu af allskonar vefmiðlun, efnisgerð og greiningu gagna á vefnum. Hún hefur mikinn áhuga á notendamiðaðri þjónustu í stafrænum heimi og ástríða hennar liggur í nýsköpun og hönnun þar sem hægt er að leika sér og læra nýja hluti. Í dag er Anna Kolbrún sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og vinnur að því markmiði að bæta þjónustu upplifun fólks á vefnum með því að taka notendaviðtöl við fólk, rýna gögn, flokka efni og einfalda texta.

Björgvin Pétur Sigurjónsson

Formaður - Creative Director Jökulá

Björgvin Pétur er einn af stofnendum hönnunarstofunnar Jökulá og starfar þar sem creative director. Björgvin er reynslumikill hönnuður sem hefur unnið náið með mörgum þekktum fyrirtækjum allt frá fyrirtækjum eins og Nova, tryggingafélagið Vörð til erlendra fyrirtækja á borð við Wallmart. Undanfarin ár hefur Björgvin lagt mikla áherslu á notendaupplifun, þróun hönnunarkerfa og hefur hann einnig haldið fjölda fyrirlestra í þeim efnum.

Brian Johannessen

Stjórnarmeðlimur - Forritari, tæknistjóri og stofnandi Vanir

Brian er reynslumikill forritari með áralanga reynslu og er nú tæknistjóri (CTO) og einn af stofnendum Vanir. Hann hefur unnið mikið með mörgum af helstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Hagar, Harpa, island.is, Arion og Vís, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess tók Brian þátt í að skipuleggja JSConf Iceland ráðstefnuna. Með djúpan áhuga á notendaupplifun, kvikun, aðgengi, tæknilausnum og hönnunarkerfum, vinnur Brian náið með viðskiptavinum til að finna bestu mögulegu lausnir sem henta þeirra þörfum. Hann elskar að leysa þrautir, þrífst undir pressu og nýtur þess að takast á við góðar áskoranir.

Einar Ben

Stjórnarmeðlimur - Markaðsmaður - frumkvöðull

Einar Ben hefur undanfarna tvo áratugi starfað í nýsköpun, tækni og markaðsmálum. Hann hefur unnið með hartnær tvö hundruð fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtök bæði hérlendis og erlendis, þar sem markaðs-, vef- og tæknimál hafa verið í forgrunni. Sú vinna hefur til að mynda skilað sér í tilnefningum og verðlaunum í fimm löndum. Hann rekur nú auglýsinga- og ráðgjafarfyrirtækið Bien. Einar hefur undanfarin ár sömuleiðis verið liðtækur í stjórnarmennsku. Þar má helst nefna að hann gegndi stjórnarformennsku í Norsk-Íslenska hjá Viðskiptaráði og almennri stjórnarmennsku hjá Ímark samtökum markaðs- og auglýsingafólks. Hann hefur auk þess gegnt stjórnarmennsku í fjölda smærri fyrirtækja.

Kristín Jóna þorsteinsdóttir

Board member - Bongo Design

Kristín Jóna er með bakgrunn í grafískri miðlun, stafrænni markaðssetningu og vefstjórnun. Unnið við umbrot, hönnun, vefvinnslu og stafræna markaðssetningu ásamt greiningu á vefgögnum fyrir ótal fyrirtæki þ.á.m. Yndisauka, HÍ, Ríkissattasemjari og Umboðsmann barna. Kristín hefur mikinn áhuga á stafrænni markaðssetningu og dulda ástríðu fyrir umbroti á ársskýrslum og að flokka og greina gögn.

Sigurður Snær Eiríksson

Board member - Forritari, Dacoda

Sigurður hefur víðtæka reynslu sem vefforritari og leiðir uppbyggingu og þróun Signital hjá Dacoda. Hann hefur brennandi áhuga á forritun og hönnun vefkerfa. Einnig að nördast í hlutum eins og kaffiuppáhellingum, kokteilagerðum, gerjun og YouTube-áhorf.

Sigurjón Rúnar Vikarsson

Stjórnarmeðlimur - Rekstrarstjóri Hopp Reykjavík

Sigurjón Rúnar Vikarsson er drífandi og metnaðarfullur einstaklingur með fjölbreyttan bakgrunn í stafrænni þróun, markaðsmálum, viðskiptaþróun og rekstri. Mikil reynsla í upplýsingatækni, þar á meðal sem vefstjóri, forritari, verkefna- og vörustjóri stafrænna lausna hjá Nova. Í dag er Sigurjón rekstrarstjóri hjá Hopp Reykjavík og leiðir þar stórt teymi sem vinnur að því markmiði að bæta samgöngur í höfuðborginni og gera þær umhverfisvænni.

Sveinn Steinarsson

Stjórnarmeðlimur - Forritari og meðstofnandi Beanfee ehf.

Sveinn hefur áratuga reynslu í tæknigeiranum og hefur snert á mörgu sem viðkemur tækni og tölvum. Hann hefur meðal annars starfað sem tæknistjóri Já hf. og sem ráðgjafi og verktaki fyrir nokkur stórfyrirtæki landsins. Í frítíma unir Sveinn sér við að búa til þrautaleiki og hefur unnið til verðlauna fyrir leiki sína, bæði innan lands og utan.

Valeria R. Alexandersdóttir

Stjórnarmeðlimur - Forstöðukona Veflausna - Advania

Valeria er reynslumikill stjórnandi með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Hefur mikinn áhuga á sölu- og markaðsmálum sem og rekstri fyrirtækja. Ástríða hennar liggur þó í tækni og þá aðallega notkun hennar í að auka framleiðni, bæta ferla og þjónustuupplifun. Hún nýtur sín best í umbreytingum og uppbyggingu og er stöðugt að leita leiða til þess að gera hlutina betri eða betur.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!