Stjórn SVEF er kosin á aðalfundi og skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og fimm meðstjórnendum. Stjórnin ræður viðburðarstjóra og hefur eftirlit með störfum hans.
Einnig er hægt að skoða eldri stjórnir SVEF.
Stjórn SVEF er kosin á aðalfundi og skal skipuð félagsmönnum þ.e. formanni og fimm meðstjórnendum. Stjórnin ræður viðburðarstjóra og hefur eftirlit með störfum hans.
Einnig er hægt að skoða eldri stjórnir SVEF.
Stjórnarmeðlimur - Viðmótshönnuður, Icelandair
Metnaðarfullur viðmótshönnuður sem starfar hjá Icelandair. Einnig einn af eigendum Studio yellow. Mikill áhugi á hönnun, tækni, frumkvöðlageiranum og skemmtilegu fólki. Veit ekkert skemmtilegra en góð hádegis svef-tríó!
Stjórnarmeðlimur - Grafískur hönnuður hjá Kaktus Kreatives
Bjarki er grafískur hönnuður með BA próf frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur starfað sem hönnuður frá árinu 2014 en hefur sérhæft sig undanfarið í viðmótshönnun. Bjarki er sérlegur áhugamaður um allt sem tengist hönnun og kvikmyndum.
Stjórnarmeðlimur - Vefstjóri og stafræn þróun hjá Veritas
Fjölhæfur vefstjóri með áhuga á öllu stafrænu, markvissu markaðsstarfi og uppbyggingu vörumerkja. Starfar sem Vefstjóri hjá Veritas og hefur yfirumsjón með allri þróun vefsvæða samstæðunnar.
Stjórnarmeðlimur - Vefstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Ástríðufullt vef- og markaðsnörd með fullkomnunaráráttu. Gömul FH handboltakempa sem snéri sér að þverfimi (crossfit). Vinnur í samskiptadeild Orkuveitu Reykjavíkur við að gera góða og fallega vefi.
Stjórnarmeðlimur - Hönnuður hjá Aranja
Óþolandi skipulögð með gríðarlegan áhuga á hönnun hvort sem það er digital, prent eða innanhúshönnun. Er einnig sannur Hopp unnandi og einn af stofnendum af Studio Yellow, já og elskar góðan kokteil í góðra vina hóp.
Formaður stjórnar - Sölu- og markaðsstjóri hjá Ferðaþjónustu bænda
Jarðbundinn sveimhugi með sjúklegan áhuga á stafrænni þróun, notendaviðmóti, samræmdum markaðssamskiptum og morðum.
Stjórnarmeðlimur - Forritari, Origo
Listrænn forritari með ástríðu fyrir það að búa til sjarmerandi og notendavænar veflausnir. Tölvuleikjaunnandi, myndasögusafnari, samfélagsmiðlaskrollari og með diplómu í að búa til afbrigðilega kokteila.
SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!