fbpx

Stjórn SVEF

Ný stjórn SVEF tók við störfum á aðalfundi samtakanna þann 22. maí síðastliðinn. Salena Kauffman var kjörin formaður og tekur við keflinu af Björgvini Pétri Sigurjónssyni. Ásamt Salenu eru í stjórn Brian Johannessen, Jón Andri Óskarsson, Kolfinna Pétursdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Petra Dís Magnúsdóttir, Sigurður Snær Eiríksson og Sveinn Steinarsson.

Members of the 2025-2025 SVEF Board of Directors, including (from left to right): Jón Andri Óskarsson, Kolfinna Pétursdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Sveinn Steinarsson, Salena Raquel Kauffman, Brian Johanesson, Petra Dís Magnúsdóttir, and Sigurður Snær Eiríksson.

 

 

Brian Johannessen

Stjórnarmeðlimur, Dómarakerfi - Forritari, tæknistjóri og stofnandi Vanir

Brian er með áralanga reynslu af forritun og er tæknistjóri og einn af stofnendum Vanir. Hann hefur unnið mikið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal Högum, Hörpu, Stafrænu Íslandi, Arion og Vís. Auk þess tók Brian þátt í að skipuleggja JSConf Iceland ráðstefnuna. Brian vinnur náið með viðskiptavinum til að finna bestu mögulegu lausnirnar sem henta þeirra þörfum og hefur mikinn áhuga á notendaupplifun, kvikun, aðgengi, tæknilausnum og hönnunarkerfum. Hann elskar að leysa þrautir, þrífst undir pressu og nýtur þess að takast á við flóknar áskoranir.

Jón Andri Óskarsson

Stjórnarmeðlimur, Verkefnastjóri - nýr vefur - Vörueigandi, Nova

Jón Andri hefur mikla reynslu í vöruþróun stafrænna lausna, nýsköpun og hefur unnið að fjölmörgum lausnum sem einfalda líf viðskiptavina. Jón Andri leggur áherslu á sjónarhorn viðskiptavinarins í öllu starfi og hefur sérþekkingu í onboarding ferlum, virðisframboði og sölu- og markaðssetningu nýrra vara. Auk þess hefur hann reynslu af verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð og hefur tekið virkan þátt í að móta stefnu og vegvísa fyrir viðskiptaþróun. Þegar hann er ekki að þróa nýjar vörur nýtir hann hvert tækifæri til að fara út að hlaupa og njóta náttúrunnar.

Kolfinna Pétursdóttir

Stjórnarmeðlimur, Markaðsmál og miðlun - Stefnumótandi markaðsfræðingur hjá Bohemian Hotels

Kolfinna hefur reynslu af markaðssetningu, vörumerkjatengdum samskiptum og verkefnastjórnun. Hún nýtir bakgrunn sinn í sálfræði og stefnumótandi markaðsfræði til að byggja upp sterkar frásagnir og samhæfa ólíka hagsmunaaðila. Hún er íslensk-bresk og hefur búið og stundað nám á Íslandi, á Spáni, í Bretlandi og í Bandaríkjunum, sem hefur mótað fjölmenningarlega sýn hennar og veitt henni öryggi í að vinna með alþjóðlegum teymum. Fyrir utan vinnu hefur hún mikinn áhuga á íþróttum en ásamt því að vera mikill golfari keppti hún í róðri á háskólaárunum og vann gull á BUCS Regatta.

Margrét Rúnarsdóttir

Markaðsmál og miðlun - Sjálfstætt starfandi textasmiður og ljósmyndari

Margrét er tækniþenkjandi tungumálanörd, textasmiður og ljósmyndari. Hún hefur unnið fyrir Reykjavíkurborg í textagerð, miðlun og þýðingum fyrir vefinn og innri kerfi. Hún menntuð í sálfræði og vefþróun og hefur sérstakan áhuga á notendaupplifun og upplýsingahönnun. Hún leggur metnað í að skrifa texta sem er aðgengilegur og auðveldar fólki að finna þær upplýsingar sem það þarf. Margrét notar hvert tækifæri sem gefst til að ferðast, fara á tónleika og grípa í borðspil. Þá hefur hún gaman af hvers kyns list og eyðir óhóflega miklum pening í gott kaffi.

Petra Dís Magnúsdóttir

Stjórnarmeðlimur - Verkefnastjóri stafrænna lausna

Petra hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun, vefhönnun og stafrænni markaðssetningu. Hún stýrði þróun netverslana hjá IKEA og Húsasmiðjunni og leiddi stafræna umbreytingu hjá Borgarbyggð með innleiðingu lykilkerfa sem bættu þjónustu og skilvirkni. Petra er stofnandi Split Design, sem sérhæfir sig í notendavænni vefhönnun og stafrænni þróun, hún nýtur þess að vinna með fólki og skapa lausnir sem skila raunverulegum árangri.

Salena Raquel Kauffman

Formaður - Creative Director Jökulá

Salena vinnur sem UX/UI hönnuður og Creative Director hjá Jökulá þar sem hún sérhæfir sig í notendaupplifun, hönnunarkerfum og aðgengi. Hún hefur unnið með þekktum fyrirtækjum og stofnunum bæði innanlands og utan, svo sem Ölgerðinni, Embætti landlæknis og Advania. Í frítíma sínum finnst Salenu gaman að ferðast um Ísland og fara í útileguri, stunda lyftingar og eyða tíma með dýrum – sérstaklega köttunum sínum. Hún tekur einnig virkan þátt í íslenskum hefðum eins og að fara í réttir og öðrum samfélagslegum viðburðum.

Sigurður Snær Eiríksson

Gjaldkeri og Vefstjóri - Forritari, Dacoda

Sigurður hefur víðtæka reynslu sem vefforritari og leiðir uppbyggingu og þróun Signital hjá Dacoda. Hann á langan feril að baki og hefur unnið hjá Aranja, Beedle, Gangverki og Advania. Hann hefur brennandi áhuga á forritun og hönnun vefkerfa. Fyrir utan vinnuna finnst honum gaman að nördast í hlutum eins og kaffiuppáhellingum, kokteilagerð, gerjun og YouTube-áhorfi.

Sveinn Steinarsson

Stjórnarmeðlimur, Ritari & Dómarakerfi - Forritari og meðstofnandi Beanfee ehf.

Sveinn hefur áratuga reynslu í tæknigeiranum og hefur snert á mörgu sem viðkemur tækni og tölvum. Hann hefur meðal annars starfað sem tæknistjóri Já hf. og sem ráðgjafi og verktaki fyrir nokkur stórfyrirtæki landsins. Í frítíma unir Sveinn sér við að búa til þrautaleiki og hefur unnið til verðlauna fyrir leiki sína, bæði innanlands og utan.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!