fbpx

SVEF tríó – forritarinn

SVEF tríó forritarans verður haldið á Nauthóli í hádeginu miðvikudaginn 15.nóvember. Að þessu sinni verður fjallað um forritun og verkefni forritarans.

Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Þrír frambærilegir fyrirlesarar úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara. 

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

11:35 Arnar Þór Sveinsson og Sölvi Logason forritarar hjá Visku fara yfir tækni stakk sem leyfir litlum teymum að hreyfa sig hratt.

Fundarstjóri verður Anna Signý Guðbjörnsdóttir, UX sérfræðingur hjá TM Software.

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins. Fyrirlestrarröðin miðar að því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem að fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.

Fundurinn næsta miðvikudag fer fram á Nauthóli og hefst kl 11:30, rukkað er hóflegt gjald til að dekka kostnað og veitingar. Verð fyrir þá sem standa utan Samtaka vefiðnaðarins er 9.500 kr, en félagar SVEF fá rúmlega 42% afslátt og greiða aðeins 5.500 kr. Ef þú vilt ganga í félagið geturðu einfaldlega tekið það fram við skráningu og þá færðu rukkun á ársgjaldi uppá 14.900 kr samhliða lægra verðinu.