fbpx

Ný stjórn tekin við SVEF

Á aðalfundi SVEF 29. maí 2019 síðastliðinn var ný stjórn SVEF kjörin til starfa fyrir komandi starfsár.

Úr stjórn fóru þau Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Benedikt Valdez Stefánsson og Ingunn Róbertsdóttir. Anna er fráfrandi formaður og var að ljúka við tveggja ára kjörtímabil sitt en Benedikt var að ljúka sínu öðru kjörtímabili og hefur því setið fjögur ár í stjórn. Ingunn steig inn í stjórnina fyrir síðastliðið starfsár vegna manneklu og bauð sig ekki fram að nýju.

Er þeim Önnu, Benedikt og Ingunni þökkuð frábær störf fyrir SVEF á liðnum árum en vonandi mun félagið fá að nýta krafta þeirra aftur síðar.

Í stað þremenningana voru kjörin ný inn í stjórn þau Arnar Gísli Hinriksson, Keli Bjarnason og Sigrún Tinna Gissurardóttir sem saman mynda sex manna stjórn SVEF ásamt þeim Arnóri Bogasyni, Birgittu Ósk Rúnarsdóttur og Daníel Rúnarssyni.

Nýr formaður stjórnar SVEF var kjörinn Daníel Rúnarsson.

Nánari upplýsingar um stjórn SVEF má nálgast hér.

Ný stjórn hefur þegar tekið til starfa við að skipuleggja komandi starfsár og verður spennandi dagskrá vetrarins kynnt þegar nær dregur hausti.