fbpx

Íslensku vefverðlaunin 2021 – Sigurvegarar tilkynntir

Íslensku vefverðlaunin voru haldin hátíðleg 11. mars og voru framúrskarandi vefir ársins 2021 verðlaunaðir. Þetta er í 21. sinn sem verðlaunin eru veitt. Dómnefnd skipuð 61 dómara valdi bestu vefina út frá gæðum forritunar, hönnunar, notendaupplifunar, efnissköpunar, aðgengis og sköpunargleði.

Veitt voru verðlaun í 13 flokkum auk sérstakra verðlauna fyrir Verkefni ársins, hönnun og viðmót og aðgengismál.

Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Verkefni ársins 2021 – Besti íslenski vefurinn:

Ísland.is
Unnið af: Júní, Stefnu og Stafrænu Íslandi

Viðurkenning fyrir aðgengismál:

Mínar Síður á Ísland.is
Unnið af Stafrænu Íslandi, Hugsmiðjunni og Sendiráðinu

Gæluverkefni ársins:

Þykjó
Unnið af Ívari Erni Björnssyni fyrir hönd Kartöflu og Sigurbjörgu Stefánsdóttur fyrir hönd Þykjó

Samfélagsvefur ársins:

Vefur Landsbjargar
Unnið af Landsbjörgu og Hugsmiðjunni

Opinberi vefur ársins:

Ísland.is
Unnið af Júní, Stefnu og Stafrænu Íslandi

App ársins:

Ökuvísir
Framleiðendur: VÍS, Júní, thorir.com, Origo og Deloitte

Efnis- og fréttaveita ársins

Minningar.is
Unnið af Minningum og Hugsmiðjunni

Vefkerfi ársins:

Mínar síður á Ísland.is
Framleiðendur: Stafrænt Ísland, Hugsmiðjan og Sendiráðið

Söluvefur ársins:

Dominos.is
Unnið af Vettvangi

Markaðsvefur ársins:

Google Quantum AI Education
Framleitt af Aranja, Enum og Upperquad

Stafræn lausn ársins:

Skannað og skundað í snjallverslun Krónunnar
Unnið af: Krónunni, Reon, Metal, Festi og Edico.

Tæknilausn ársins:

Ökuvísir
Framleiðendur: VÍS, Júní, thorir.com, Origo og Deloitte

Fyrirtækjavefur – lítil fyrirtæki:

Hopp.bike
Unnið af Hopp og Aranja

Fyrirtækjavefur – meðalstór fyrirtæki:

ORF líftækni
Unnið af ORF líftækni og Hugsmiðjunni

Fyrirtækjavefur – stór fyrirtæki:

TM.is
Unnið af TM, Kolibri og Tvist

Hönnun og viðmót ársins:

Rafræni ráðgjafinn
Framleitt af Jökulá og Verði