fbpx

22 feb 2019

Íslensku vefverðlaunin

Hilton Reykjavík Nordica

Föstudaginn 22. febrúar fagnar vefiðnaðurinn á Íslandi vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunar þá sem þykja hafa skarað fram úr. Að því loknu sleppum við af okkur beislinu, tölum bransa, förum á trúnó og dönsum við taktfasta tóna DJ SVEF fram eftir kvöldi.

Gleðin hefst kl 19.00 með mat og fordrykk. Verðlaunaafhending hefst síðan kl 20.00. Að verðlaunafhendingunni lokinni er borinn fram Popup matur og loks upphefst partí sem stendur fram á nótt!