fbpx

Aðalfundur SVEF 2019

Aðalfundur Samtaka vefiðnaðarins verður haldinn miðvikudaginn 29. maí kl. 17:15. Að þessu sinni verður kosið um þrjú stjórnarsæti og er hægt að bjóða sig fram með því að senda tölvupóst á [email protected]

Aðalfundur Samtaka vefiðnaðarins verður haldinn miðvikudaginn 29. maí kl. 17:15 á Alda Hótel Reykjavík, Laugavegi 66-68. 
Léttar veitingar verða í boði á meðan birgðir endast 🍻

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning skoðurnarmanna reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál

Að þessu sinni verður kosið um þrjú stjórnarsæti. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvattir til að gefa kost á sér með því að senda tölvupóst á [email protected]. Framboð þarf að berast eigi síðar en degi fyrir aðalfund.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér lög félagsins sem eiga sér nú varanlegan samastað á GitHub, en það mun gefa stjórn jafnt sem félagsmönnum betri yfirsýn yfir þróun laganna og breytingasögu þeirra með tilheyrandi rökstuðningi, sem og auka gagnsæi. Öllum félagsmönnum stendur til boða að senda inn lagabreytingartillögu, en það þarf að gera það með því að senda tölvupóst á [email protected] í síðasta lagi tveimur dögum fyrir aðalfund.

Nálgast má lög félagsins hér: https://github.com/svef/Laws

Allir þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt í þeim málefnum sem lögð verða fyrir á aðalfundi, þ.m.t. kosningar til stjórnarsetu, lagabreytingar og önnur mál sem kjósa þarf um. Kosningaseðlar verða afhentir við komu á aðalfund.

Hlökkum til að sjá sem flesta!