fbpx

IceWeb vikan 2021

Við kynnum frábæra fyrirlesara og dagskrá fyrir IceWeb 2021 í ár. Hún verður með óvenjulegu en skemmtilegu sniði þetta árið. Fyrirlestrum verður streymt yfir heila viku, einn fyrirlesari á dag í hverju hádegi frá kl 12.30.

Mánudagur 22. mars: Valgerður Pétursdóttir – Reykjavíkurborg
Þriðjudagur 23. mars: Hjörtur Hilmarsson – 14islands
Miðvikudagur: 24. mars: Hjálmar Gísla – GRID
Fimmtudagur: 25. mars: Erla María – Hvíta Húsið
Föstudagur 26. mars: Pablo Stanley – Fyrrum yfirmaður hjá InVision, hönnuður hjá Lyft og einn stofnanda Blush hönnunartólsins

Fylgstu með á facebook viðburði IceWeb vikunnar.

Til þess að fá aðgang að fyrirlestrum þarft þú að vera virkur félagsmaður sem er gert hér.

Linkur verður sendur út á félagsmenn fyrir hvern viðburð.

Um fyrirlesara:

Pablo Stanley

Pablo er viðmótshönnuður og teiknari frá Mexíkó en búsettur í San Francisco. Honum hefur tekist á frábæran máta að tengja saman fallegar teikningar og viðmótshönnun. Hann  starfaði sem yfirhönnuður hjá InVision auk þess að vera einn af stofnendum Carbon Health og að halda úti Latinx Who Design samfélaginu sem kemur Latinx hönnuðum á framfæri. Í dag starfar hann hinsvegar sem framkvæmdarstjóri hjá Blush þar sem hann hjálpar hönnuðum að koma sinnu hönnun á framfæri.

Valgerður Pétursdóttir

Valgerður er hönnunarstjóri þjónustu og umbreytingu hjá Reykjavíkurborg. Áður en hún kom til borgarinnar starfaði hún sem þjónustu og stafrænn vöruhönnuður í London. Hún hefur mikla trú á að saman komumst við að betri lausnum. 

Í fyrirlesti sínum mun hún fara yfir hvernig aðferðir þau nota innan borgarinnar til þess að bæta þjónustur borgarbúa.

Hjörtur Hilmarsson

Hjörtur Hilmarsson - 14islands

Hjörtur Hilmarsson er framkvæmdastjóri hönnunar- og forritunarstofunnar 14islands sem hann stofnaði ásamt félögum sínum í Stokkhólmi fyrir 10 árum síðan. 14islands smíðar vefi, stafrænar vörur og skapandi upplifanir fyrir fyrirtæki víða um heim.

Í fyrirlestrinum mun Hjörtur fjalla um listina að skapa skemmtilega vefi.

Hjálmar Gísla

Hjálmar Gísla - Grid

Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. GRID vinnur að lausn sem gerir notendum Excel og annarra töflureikna auðvelt að miðla gögnum og reiknilíkönum með skýrum, lifandi og öruggum hætti á netinu byggt á þeim töflureiknaskjölum og -þekkingu sem notendur búa þegar yfir.

Í fyrirlestrinum mun Hjálmar fara yfir 3 tæknilegar áskoranir sem GRID hefur tekist á við í þróun lausnarinnar og hvaða lærdóm hann hefur dregið á leiðinni.

Erla María

Erla María - Hvíta húsið

Erla María Árnadóttir starfar í dag sem Art director og ráðgjafi á Hvíta húsinu auglýsingastofu. Hún lærði myndlýsingar og hreyfihönnun á Ítalíu og er ásamt því með meistaragráðu í Menningarstjórnun. Erla María rak hönnunarstofuna Erla & Jónas í 8 ár en þau þjónustuðu verkefni bæði í stafrænum heimi og prenti. Hún sit í stjórn Félags íslenskra teiknara fyrir hönd Fyrirmyndar, en það eru samtök myndhöfunda (e. illustrators) á Íslandi.  

Erindið Erlu Maríu á Iceweb snýr að myndlýsingum í stafrænum heimi og tækifærunum sem leynast í vönduðum teikningum fyrir vörumerki og stafrænar lausnir. Þar rennir hún yfir þekkt dæmi um endurmörkun fyrirtækja á netinu þar sem myndir tóku sér stærri sess og af hverju það var að virka. Hvað ber að hafa í huga þegar leitað er að teiknistíl og hvernig innihald teikninga helst í hendur við virkni og skilaboð vörunnar. 

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!