Viðburðir

Morgunverðar- og hádegisfundir

Markmið morgunverðarfunda SVEF eru miðlun sérfræðiþekkingar innan vébanda vefiðnaðarins, fengnir eru aðilar sem starfa innan vefgeirans og haldin eru erindi um ýmis mál tengd vefjum og verkefnum tengd þeim.

Einnig er boðið upp á umræður í kjölfar erinda, þar sem spurningum úr sal er svarað og oft skapast áhugaverð umræða útfrá þeim.

Bjórkvöld

Bjórkvöldin eru frekar óformleg en þar hittast félagsmenn og ræða málin. Aðilar innan vefiðnaðarins koma og segja frá verkefnum sem þeir eru að vinna að eða kynna nýja tækni og tól.

Reynt að er að halda bjórkvöldin reglulega yfir veturinn en tekið er frí yfir sumarið. Bjórkvöldin eru öllum opin og kostar ekkert inn.

Fyrirtækjum stendur til boða að styrkja bjórkvöldin og einnig hefur komið fyrir að þau séu haldin hjá fyrirtækjum.

IceWeb ráðstefnan

IceWeb er alþjóðleg ráðstefna þar sem helstu gúrúar heimsins er fengnir til Íslands. Þeir flytja fyrirlestra og halda ítarlegri námskeið. IceWeb hefur verið haldin reglulega frá 2006.

Nánar um Iceweb á www.iceweb.is

Íslensku Vefverðlaunin

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

Nánar um Íslensku Vefverðlaunin

Nokkrir af síðustu viðburðum SVEF

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb