fbpx

Stjórn SVEF

Þann 16. maí sl. tók ný stjórn SVEF við störfum. Linda Lyngmo tekur við formennsku samtakanna af Guðmundi Ingvi Einarsson en auk hennar eru í stjórn Björgvin Pétur Sigurjónsson, Bryndís Alexandersdóttir, Nína Þrastardóttir, Stefán Freyr Björnsson, Hlöðver Þór Árnason og Valeria R. Alexandersdóttir.

 

 

Björgvin Pétur Sigurjónsson

Stjórnarmeðlimur - Creative Director Jökulá

Björgvin Pétur er einn af stofnendum hönnunarstofunnar Jökulá og starfar þar sem creative director. Björgvin er reynslumikill hönnuður sem hefur unnið náið með mörgum þekktum fyrirtækjum allt frá fyrirtækjum eins og Nova, tryggingafélagið Vörð til erlendra fyrirtækja á borð við Wallmart. Undanfarin ár hefur Björgvin lagt mikla áherslu á notendaupplifun, þróun hönnunarkerfa og hefur hann einnig haldið fjölda fyrirlestra í þeim efnum.

Bryndís Alexandersdóttir

Stjórnarmeðlimur - Sjálfstætt starfandi

Bryndís er fyrst og fremst hress. Hún er sjálfstætt starfandi um þessar mundir, aðallega í tæknilegum verkefnum og ráðgjöf í mannauðs- og rekstrarmálum. Bryndís hefur starfað í tækni- og hugbúnaðargeiranum um árabil, ýmist sem tæknilegur verkefnastjóri í innleiðingum, deildarstjóri gagna og greininga, eða aðstoðarmaður forstjóra í fjártæknifyrirtæki, og nú síðast sem rekstrarstjóri Aranja. Bakgrunnur hennar liggur meira á rekstrarhliðinni, verandi iðnaðarverkfræðingur og framkvæmdarstjóri á stóru heimili. Hún elskar skemmtilegt fólk og skemmtileg verkefni og reynir að þefa hvorutveggja uppi öllum stundum.

Hlöðver Þór Árnason

Stjórnarmeðlimur - Leitari

Hlöðver er reynslumikill stjórnandi og frumkvöðull úr upplýsingatækni sem starfaði áður sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Kviku banka þar sem hann byggði upp öflugt teymi sem kerfislega samþætti rekstur Kviku við Aur, Netgíró, TM og Lykil ásamt uppbyggingu á innlánsreikningum Auðar.

Linda Lyngmo

Formaður - Forstöðumaður stafrænna lausna hjá Högum

Linda er orkumikil og metnaðarfull manneskja með brennandi áhuga á verkefnum sem snúast um stafræna umbreytingu og að einfalda líf fólks. Starfar sem forstöðumaður stafærnna lausna hjá Högum og hefur meðal annars stýrt verkefnum á borð við sjálfvirk lánaferli, Ísland.is og fleira.

Nína Þrastardóttir

Stjórnarmeðlimur - Leiðtogi verkefnastýringar - Hagar

Nína er metnaðarfullur, skipulagður og lausnamiðaður verkefnastjóri sem elskar að vinna með fólki að öllu því sem viðkemur stafrænum umbreytingum. Starfar sem leiðtogi verkefnastýringar hjá Högum.

Stefán Freyr Björnsson

Stjórnarmeðlimur - Vefstjóri og vefþróun hjá Aldeilis

Stefán er með bakgrunn í grafískri miðlun, iðnaðartæknifræði og tæknistjórnun. Hann hefur metnað fyrir stafrænni þróun, viðmótshönnun og æstum fuzzball leik. Er einn af eigendum Aldeilis Auglýsingastofu.

Valeria R. Alexandersdóttir

Stjórnarmeðlimur - Forstöðukona Veflausna - Advania

Valeria er reynslumikill stjórnandi með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Hefur mikinn áhuga á sölu- og markaðsmálum sem og rekstri fyrirtækja. Ástríða hennar liggur þó í tækni og þá aðallega notkun hennar í að auka framleiði, bæta ferla og þjónustuupplifun. Hún nýtur sín best í uppbyggingu og þróun og er stöðugt að leita leiða til þess að gera hlutina betri eða betur.Hún elskar markmið og árangur og hefur mikið keppnisskap.

Styrktaraðilar SVEF

SVEF á sér góða styrktaraðila en þar sem félagsamtökin starfa án hagnaðarmarkmiðs getum við alltaf þegið styrk til að efla enn frekar störf félagsins. Viltu bætast í hópinn? Hafðu endilega samband!