Vefir í úrslitum Vefverðlaunanna 2007

26.01.2008 12:18

SVEF kynnir þá vefi sem dómnefnd Vefverðlaunanna 2007 hefur valið til úrslita í hverjum flokki. Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi og hefst dagskráin með hanastéli kl. 17:00. Fyrr um daginn standa Samtök vefiðnaðarins fyrir ráðstefnu um vefmál þar sem úrval innlendra og erlendra fyrirlesara munu halda erindi og sitja fyrir svörum.

Ráðstefnan hefst kl. 15:00 og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn SVEF, en aðgangseyrir er kr. 5.000 fyrir utanfélagsmenn.

Til úrslita Vefverðlaunanna 2007 keppa:

Besti sölu- og þjónustuvefurinn
• Midi.is (www.midi.is)
• Iceland Express (www.icelandexpress.is)
• icelandair.is (www.icelandair.is)
• Glitnir (www.glitnir.is)
• Avant (www.avant.is)

Besti fyrirtækjavefurinn
• Glitnir (www.glitnir.is)
• TM (www.tm.is)
• Síminn (www.siminn.is)
• Landsbankinn (www.landsbanki.is)
• Sjóvá (www.sjova.is)

Besti vefur í almannaþjónustu
• Veður.is (www.vedur.is)
• Þjóðminjasafnið (www.thjodminjasafn.is)
• Ísland.is (www.island.is)
• Vefur Tryggingastofnunar (www.tr.is)
• Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Björgunarskólinn (www.landsbjorg.is)

Besti afþreyingarvefurinn
• Baggalútur (www.baggalutur.is)
• Eve Online (www.eve-online.com)
• Kvikmyndir.is (www.kvikmyndir.is)
• Eyjan.is (www.eyjan.is)
• Vísir (www.visir.is)

Besta útlit og viðmót
• Midi.is (www.midi.is)
• Glitnir (www.glitnir.is)
• FL Group (www.flgroup.is)
• Iceland Express (www.icelandexpress.is)
• TM (www.tm.is)

Að auki verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta einstaklingsvefinn, besta íslenska vefinn 2007 og Bjartasta vonin 2007 úr hópi allra þeirra vefja sem keppa til úrslita.

Allar nánari upplýsingar um framkvæmd Vefverðlaunanna má finna hér

fh. SVEF
Þórlaug Ágústsdóttir

Stjórn SVEF vill þakka Nova, Landsbankinn, Icelandair og Intís, styrktaraðilum Vefverðlaunanna 2007.

 

 

SVEF
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.

SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, í samstarfi við ÍMARK, en vefverðlaunin voru fyrst haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og fagnaða fyrir félagsmenn.

 

 

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb