SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

SVEF tríó - Greiðslur á vefnum

26.04.2017 18:10

SVEF tríó - í hádeginu, miðvikudaginn þann 3. maí næstkomandi.
Að þessu sinni verða flutt erindi sem fjalla um greiðslur á vefnum. Rýnt verður í greiðslulausnir sem nýtast í vefiðnaðinum og fjallað um helstu áskoranir í þeim efnum.
Þrír sérfræðingar munu flytja erindi á fundinum sem haldinn verður á Nauthóli frá kl 11:30-13:20.
Fundarstjóri verður Markús Þorgeirsson verkefnastjóri Vefdeildar Landsbankans og formaður SVEF.


Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

11:45 Helgi Pjetur - Meðeigandi og hönnuður hjá Aur
-Hvernig við hristum upp í fjármálabransanum með "smá" Aur?-

12:15 Sindri Finnbogason - Stofnandi og eigandi tix.is
-Öryggi í greiðslum á netinu-

12:45 Thorsten Felstead - Áhættustjóri hjá DalPay
-Things They Don't Tell You About Non-Face-To-Face Payments (But Should)-

13:20 Formlegri dagskrá lokið

SVEF tríó er fyrirlestrarröð á vegum Samtaka vefiðnaðarins sem hóf göngu sína síðastliðið haust. Fyrirlestrarröðin miðar að því að taka kjarnastarf vefmála fyrir með skipulögðum hætti þar sem fagfólk í vefiðnaðinum kemur saman og miðlar af þekkingu sinni og reynslu.
Miða má nálgast á: https://nvite.com/sveftrio/2dnpvg

Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða. Þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.
Athugið að formleg skráning á viðburðinn fer fram á nvite síðunni sem er linkað á hér að ofan. 

Fundurinn fer sem fyrr fram á Nauthóli og hefst kl 11:30, en rukkað verður hóflegt gjald fyrir kostnaði og veitinum. Verð fyrir þá sem standa utan Samtaka vefiðnaðarins er 9.500 kr, en félagar SVEF fá rúmlega 42% afslátt og greiða aðeins 5.500 kr. Ef þú vilt ganga í félagið geturðu einfaldlega tekið það fram við skráningu og þá færðu rukkun á árgjaldi kr. 14.900 samhliða lægra verðinu.
https://nvite.com/sveftrio/2dnpvg

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb