Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

Íslensku vefverðlaunin haldin hátíðleg á föstudaginn í Silfurbergi Hörpu!

24.01.2017 10:02

Á föstudaginn 27.janúar verða Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar.

Húsið opnar kl 17:30 og er athöfnin öllum opin og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni.

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb