Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

Ráðstefnan IceWeb 27.janúar 2017

04.12.2016 23:36

Ráðstefnan IceWeb verður haldin þann 27.janúar 2017 í Hörpu en nú eru 10 ár frá því að þessi alþjóðlega ráðstefna um vefmál var haldin fyrst á Íslandi. Að venju verða þekktir erlendir sérfræðingar fluttir inn til að halda erindi ásamt góðkunnum innlendum fyrirlesurum. Einnig verður boðið upp á vinnustofur daginn áður þar sem hægt verður að kafa dýpra í málefnin sem fjallað verður um.

Fyrirlesarar á IceWeb að þessu sinni eru:
•Paul Boag - boagworld.com - @boagworld
•Donna Lichaw - donnalichaw.com - @dlichaw
•Birkir Gunnarsson - bbt.com - @birkir_gun
•Steinar Farestveit - steifar.com - @steifar
•Harry Roberts - csswizardry.com - @csswizardry
•Vitaly Friedman - smashingmagazine.com - @smashingmag

Um gríðarlega flottan og fjölhæfan hóp er að ræða sem mun fjalla um UX, vefforitun, aðgengismál, user journey mapping, hönnun o.fl. Þetta er ráðstefna sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Miðar fara í sölu á næstu dögum og fá félagar í SVEF ríflegan afslátt.

Takið frá daginn!

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb