Hvað er SVEF?

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni.

SVEF sér árlega um framkvæmd Íslensku Vefverðlaunanna, heldur reglulega viðburði og stendur fyrir ráðstefnunni IceWeb.

Nánar um SVEF - Gerast félagi í SVEF

 

Fréttir

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna 2017

Úrslit Íslensku vefverðlaunanna 2017 má sjá á www.vefverdlaun.isNánar...

23.01.2018 22:47

IceWeb og Íslensku vefverðlaunin 26. janúar 2018

Íslensku vefverðlaunin verða haldin föstudaginn 26. janúar í Silfurbergi Hörpu. Gleðin byrjar með fordrykk og léttum veitingum kl. 17.30 en verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega kl. 18. IceWeb ráðstefnan verður haldin sama dag í Hörpu frá kl. 13-17. Við hvetjum alla unnendur vefmála sem ætla að mæta á #iceweb2018 til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna.Nánar...

09.11.2017 16:45

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó - forritarinn

SVEF tríó forritarans verður haldið á Nauthóli í hádeginu miðvikudaginn 15.nóvember. Að þessu sinni verður fjallað um forritun og verkefni forritarans.


Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða.

Þrír frambærilegir fyrirlesarar úr ólíkum kimum bransans munu flytja erindi en þetta er viðburður sem enginn sérfræðingur í vefmálum má láta framhjá sér fara.

Dagskrá fundar:

11:30 Fundur settur og hádegisverður borinn fram

11:35 Arnar Þór Sveinsson og Sölvi Logason forritarar hjá Visku fara yfir tækni stakk sem leyfir litlum teymum að hreyfa sig hratt.

Nánar...

Póstlisti SVEF

Við látum þig vita af næstu viðburðum, bjóðum ýmsa afslætti o.fl. í þeim dúr. Er sent u.þ.b. einu sinni í mánuði og innheldur ekkert spam.

SVEF á FacebookÁhugaverð umræða í Facebook hópnum


SVEF á Twitter Greinar og annað góðgæti á Twitter


SVEF á Vimeo Upptökur frá bjórkvöldum og Iceweb